Sara Björk og Berglind Björg á skotskónum í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 22:00 Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt fimm marka Lyon í kvöld. VÍSIR/GETTY Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Úrslit liða þeirra voru þó ekki þau sömu. Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu stórsigur á Montpellier á útivelli þar sem Sara Björk skoraði fjórða mark liðsins. Berglind Björg skoraði hins vegar eina mark Le Havré í 2-1 tapi gegn Guingamp á útivelli. Lyon eru óstöðvandi þessa stundina og enn með fullt hús stiga þegar sjö umferðum er lokið. Eftir 5-0 sigur kvöldsins hefur liðið skorað 23 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Sigur kvöldsins var í þægilegri kantinum en Dzsenifer Marozsán meisturunum yfir á 4. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar hafði Amanda Henry tvöfaldað forystuna og þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki markadrottningarinnar Eugénie Le Sommer. 72' GGGOOOOOAAAALLL ! Suite à un corner joué à deux, @sarabjork18 récupère un ballon qui traîne dans la surface et enchaîne pour tromper Perrault !0-4 #MHSCOL pic.twitter.com/aHMVnKAwHl— OL Féminin (@OLfeminin) October 31, 2020 Staðan orðin 3-0 og þannig var hún allt fram á 72. mínútu þegar Sara Björk þandi netmöskvana. Í uppbótartíma leiksins bætti Kadeisha Buchanan svo við fimmta marki liðsins og lokatölur því 5-0 meisturunum í vil. Sara lék allan leikinn á miðri miðju Lyon. Berglind Björg, Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í Le Havré máttu þola svekkjandi tap í dag. Faustine Robert kom Guingamp yfir strax á 2. mínútu en Berglind jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. C'est la pause ici à Guingamp, où le HAC tient tête aux Bretonnes. But inscrit pour les locales dès la 2e minute par Robert, égalisation dans la foulée de @berglindbjorg10 #EAGHAC 1-1 pic.twitter.com/8CsWRRc3jg— HAC Féminines (@hacfem) October 31, 2020 Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur en Sarah Cambot tryggði Guingamp 2-1 sigur með marki þegar níu mínútur voru til leiksloka. Tap dagsins þýðir að Le Havré er nú á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar sjö umferðum er lokið. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á skotskónum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Úrslit liða þeirra voru þó ekki þau sömu. Frakklands- og Evrópumeistarar Lyon unnu stórsigur á Montpellier á útivelli þar sem Sara Björk skoraði fjórða mark liðsins. Berglind Björg skoraði hins vegar eina mark Le Havré í 2-1 tapi gegn Guingamp á útivelli. Lyon eru óstöðvandi þessa stundina og enn með fullt hús stiga þegar sjö umferðum er lokið. Eftir 5-0 sigur kvöldsins hefur liðið skorað 23 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Sigur kvöldsins var í þægilegri kantinum en Dzsenifer Marozsán meisturunum yfir á 4. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar hafði Amanda Henry tvöfaldað forystuna og þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki markadrottningarinnar Eugénie Le Sommer. 72' GGGOOOOOAAAALLL ! Suite à un corner joué à deux, @sarabjork18 récupère un ballon qui traîne dans la surface et enchaîne pour tromper Perrault !0-4 #MHSCOL pic.twitter.com/aHMVnKAwHl— OL Féminin (@OLfeminin) October 31, 2020 Staðan orðin 3-0 og þannig var hún allt fram á 72. mínútu þegar Sara Björk þandi netmöskvana. Í uppbótartíma leiksins bætti Kadeisha Buchanan svo við fimmta marki liðsins og lokatölur því 5-0 meisturunum í vil. Sara lék allan leikinn á miðri miðju Lyon. Berglind Björg, Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur í Le Havré máttu þola svekkjandi tap í dag. Faustine Robert kom Guingamp yfir strax á 2. mínútu en Berglind jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. C'est la pause ici à Guingamp, où le HAC tient tête aux Bretonnes. But inscrit pour les locales dès la 2e minute par Robert, égalisation dans la foulée de @berglindbjorg10 #EAGHAC 1-1 pic.twitter.com/8CsWRRc3jg— HAC Féminines (@hacfem) October 31, 2020 Staðan orðin 1-1 og stefndi í að það yrði lokatölur en Sarah Cambot tryggði Guingamp 2-1 sigur með marki þegar níu mínútur voru til leiksloka. Tap dagsins þýðir að Le Havré er nú á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig þegar sjö umferðum er lokið.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira