Hundruð þúsunda mótmæltu skerðingu á rétti til þungunarrofs Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 23:46 Mótmælin eru ein þau stærstu í sögu Póllands. Getty/Omar Marques Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58
Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59