Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2020 16:25 Búðareigandi lokar snemma í Barcelona á Spáni. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir hafa lagst þungt á fyrirtæki og heimili víða um heim. Mótvægisaðgerðir sem var gripið til í mörgum löndum eru nú að renna sitt skeið þrátt fyrir að faraldurinn sé víða í mikilli sókn. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Djúp efnahagskreppa hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum enda hafa sóttvarnaaðgerðir komi verulega niður á starfsemi fjölda fyrirtækja, allt frá veitingastaða og öldurhúsa til iðnaðar og flugsamgangna. Mörg ríki hafa brugðist við með efnahagsinnspýtingu til þess að halda lífinu í fyrirtækjum og halda þeim sem missa vinnuna á floti. Slík innspýting hefur komið í veg fyrir enn dýpri kreppu, að því er kemur fram í grein sem sjóðurinn birti á vefsíðu sinni í dag. Þar eru G20-ríkin, helstu hagkerfi heims, hvött til að láta ekki deigan síga heldur bæta inn í útgjöld sín því faraldrinum sé hvergi nærri lokið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, tekur í svipaðan streng í grein sem hún skrifaði í Financial Times í dag. Fordæmalausar aðgerðir seðlabanka víða um heim, þar á meðal vaxtalækkanir og stórfelld kaup á skuldabréfum, hafi verið réttmætar en ekki nægjanlegar til þess að vega upp á móti áhrifum faraldursins. Þó að peningamálstefna verði áfram lykilþáttur í viðbrögðum við kreppunni þurfi ríkisútgjöld að leika stærra hlutverk. Kallar Gopinath eftir alþjóðlegu átaki til þess að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir efnahagslega. Hætti ríkin mótvægisaðgerðum of snemma á meðan atvinnuleysi er enn mikið kæmi það niður á afkomu fólks og leiddi að líkindum til fjöldagjaldþrota, að mati sjóðsins. Það kæmi niður á efnahagsbata eftir faraldurinn. AGS spáir nú 4,4% samdrætti á heimsvísu á þessu ári en 5,2% hagvexti á næsta ári. „Meiri stuðningur en þeim sem nú er spáð er æskilegur í sumum hagkerfum á næsta ári,“ segir í skýrslu um G20-ríkin sem AGS birti í dag. Sérstaklega vísaði sjóðurinn þar til Brasilíu, Mexíkó, Bretlands og Bandaríkjanna.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira