„Markaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu og ég er ekki að tala um gæðin“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 07:01 Bjarni Guðjónsson er aðstoðarþjálfari KR. vísir/bára Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, hrífst ekki af íslenska leikmannamarkaðnum og segir hann einhvern lélegasta markað í Evrópu. Bjarni ræddi um leikmannamarkaðinn á Íslandi og margt fleira í viðtali við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þar ræddu þeir m.a. um að Evrópupeningurinn væri mikilvægur fyrir KR en þeir misstu af Evrópusæti eftir að Íslandsmótin voru blásin af fyrir helgi. „Ég tala nú ekki um í árferðinu eins og þetta er núna. Þessi Evrópupeningur telur mikla meira núna heldur en peningurinn fyrir þremur árum,“ sagði Bjarni. Hann reiknaði þó með að KR mæti með sterkt lið til leiks á næsta ári. „Ég held samt að stefna KR sé alltaf sú að vera með lið á næsta ári sem ætlar að keppa um titil og titla. Við þurfum þá að finna lausnir á því en svo er það er líka hitt; leikmannamarkaðurinn á Íslandi er einhver lélegasti markaður í Evrópu.“ „Nú er ég ekki að tala um gæðin á honum heldur hreyfingarnar á honum. Það eru engir leikmenn á lausu. Þú getur sagt það við sjálfan þig að þú ætlir að stækka hópinn eða breyta hópnum en svo þarftu að finna leikmennina.“ „Það er líka verkefni. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú þarft líka að fá þá leikmenn sem þú telur að séu nægilega góðir til þess að styrkja svona hóp eins og við erum með. Það er vandasamt verkefni. Þó að þú værir með fullt af peningum og vildir hafa meiri samkeppni þá væri það enn mjög vandasamt.“ Nokkrir öflugir leikmenn KR eru með lausa samninga. Þar á meðal Kristinn Jónsson og Finnur Orri Margeirsson en Bjarni segir að það sé verið að vinna í þeim málum. „Ég held að það sé allt á fullri ferð. Það átti að klára tímabilið áður en það yrði gengið frá því en ég geri ráð fyrir að það verði farið í þau mál á fleygiferð núna og vonandi klárast þau öll.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira