Mönchengladbach niðurlægði Shakhtar og Atletico fékk bara eitt stig í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 19:47 Borussia fagnar einu af sex mörkunum í Úkraínu í kvöld. Christian Verheyen/Borussia Moenchengladbach Borussia Mönchengladbach gerði sér lítið fyrir og skellti Shakhtar Donetsk, 6-0, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Í A-riðlinum gerðu Lokomotiv Moskva og Atletico Madrid 1-1 jafntefli. Alassane Plea kom Borussia yfir á áttundu mínútu og níu mínútum síðar varð staðan 2-0 er Valeriy Bondar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Alassane Piea skoraði þriðja markið á 26. mínútu með sínu öðru marki. Fjórða markið skoraði Ramy Bensebaini og þannig stóðu leikar í hálfleik. Lars Stindl gerði fimmta markið á 65. mínútu og veislunni var ekki lokið því Alssane Piea fullkomnaði þrennuna tólf mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 6-0. Alassane Pléa is the first player to score a Champions League hat-trick for Borussia Mönchengladbach in the #UCL era. 08' 26' 78'What. A. Pléa. pic.twitter.com/D2sT0Z3Vu5— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Mönchengladbach er því á toppi riðilsins með fimm stig, Shahktar er í öðru með fjögur, Inter í þriðja með tvö stig og Real á botninum með eitt stig. Real og Inter mætast í kvöld. Jose Gimenez kom Atletico yfir á 18. mínútu í Moskvu en heimamenn jöfnuðu metin úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir skoðun VARsjánnar var dæmd vítaspyrna og úr henni skoraði Anton Miranchuk. Lokatölur 1-1. Bayern er á toppi A-riðils með sex stig og Atletico Madrid er í öðru með fjögur. Lokomotiv er með tvö stig í þriðja sætinu en Salzburg er á botninum með eitt stig. Luis Suárez's last 23 #UCL away games: BATE Arsenal Atleti Gladbach Man City Celtic PSG Juve Sporting Olympiacos Juve Chelsea Roma Spurs Inter Lyon Man Utd Liverpool Inter Slavia Praha BVB Bayern Lokomotiv pic.twitter.com/pyNQGHhAel— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Meistaradeild Evrópu
Borussia Mönchengladbach gerði sér lítið fyrir og skellti Shakhtar Donetsk, 6-0, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Í A-riðlinum gerðu Lokomotiv Moskva og Atletico Madrid 1-1 jafntefli. Alassane Plea kom Borussia yfir á áttundu mínútu og níu mínútum síðar varð staðan 2-0 er Valeriy Bondar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Alassane Piea skoraði þriðja markið á 26. mínútu með sínu öðru marki. Fjórða markið skoraði Ramy Bensebaini og þannig stóðu leikar í hálfleik. Lars Stindl gerði fimmta markið á 65. mínútu og veislunni var ekki lokið því Alssane Piea fullkomnaði þrennuna tólf mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 6-0. Alassane Pléa is the first player to score a Champions League hat-trick for Borussia Mönchengladbach in the #UCL era. 08' 26' 78'What. A. Pléa. pic.twitter.com/D2sT0Z3Vu5— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Mönchengladbach er því á toppi riðilsins með fimm stig, Shahktar er í öðru með fjögur, Inter í þriðja með tvö stig og Real á botninum með eitt stig. Real og Inter mætast í kvöld. Jose Gimenez kom Atletico yfir á 18. mínútu í Moskvu en heimamenn jöfnuðu metin úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir skoðun VARsjánnar var dæmd vítaspyrna og úr henni skoraði Anton Miranchuk. Lokatölur 1-1. Bayern er á toppi A-riðils með sex stig og Atletico Madrid er í öðru með fjögur. Lokomotiv er með tvö stig í þriðja sætinu en Salzburg er á botninum með eitt stig. Luis Suárez's last 23 #UCL away games: BATE Arsenal Atleti Gladbach Man City Celtic PSG Juve Sporting Olympiacos Juve Chelsea Roma Spurs Inter Lyon Man Utd Liverpool Inter Slavia Praha BVB Bayern Lokomotiv pic.twitter.com/pyNQGHhAel— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti