Jimmy Donaldson, betur þekktur sem MrBeast, sýndi frá áskorun sem hann tók á YouTube-rás sinni á dögunum en þar sat hann fastur inni í íshúsi í einn sólarhring.
Donaldsson er ein allra vinsælasta YouTube-stjarna heims og er í dag metinn á 22 milljónir dollara eða því sem samsvarar 2,8 milljarða íslenskra króna.
Hann er með tæplega 46 milljónir fylgjenda á miðlinum en í þessu innslagi má sjá hvernig þetta gekk allt saman fyrir sig.
Félagar hans voru allan tímann fyrir utan húsið og fékk hann mat og drykki senda inn í húsið. Á tíma var MrBeast aftur á móti alveg að gefast upp.