Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 21:00 Hallbera Guðný verður í eldlínunni með Val á morgun. SKJÁSKOT STÖÐ 2 Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. Valsstúlkur hafa einungis æft tvisvar saman fyrir leikinn á morgun en Hallbera er hins vegar full bjartsýni. Hún segir að landsleikjahléið hafi hjálpað. „Þetta eru búnir að vera mjög undarlegir tímar hvað varðar æfingar og annað. Við vorum sjö saman í landsliðsverkefninu og það var gott fyrir okkur. Við æfðum þá og spiluðum leik,“ sagði Hallbera en landsliðið tapaði 2-0 fyrir Svíum á dögunum. „Stelpurnar sem voru heima hafa bara verið að hlaupa og djöflast. Tvær æfingar núna og það er vonandi nóg.“ En hverjir eru möguleikar Vals í einvíginu? „Ég held að við eigum góðan möguleika. Við erum með gott lið; margar landsliðskonur og efnilega leikmenn. Ég held að ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára þetta.“ „Það er gaman að fá að vera í fótbolta. Við erum eina liðið á landinu sem er að fá að æfa. Við ætlum að reyna njóta þess og lengja tímabilið okkar.“ Vinstri bakvörðurinn knái segir að ástandið sé erfitt og ekki drauma staða fyrir íþróttafólk. „Þetta er, eins og fyrir alla í heiminum, drulluerfitt ástand. Þetta gerir okkur íþróttafólkinu erfitt fyrir. Við erum vön að hafa rútínu og ramma og skipulag en það er eitthvað sem er erfitt að gera núna.“ „Þetta er rosalega erfitt og maður þarf að eiga skilningsríka vinnuveitendur og annað svo að þetta gangi allt saman upp.“ Aðspurð um hvað gerist ef liðið fer áfram svaraði Hallbera: „Ég hef ekki hugmynd um hvort að við fáum einhverja undanþágu ef við förum áfram eða ekki. Annað hvort erum við að fara hlaupa eða æfa fótbolta. Það verður að koma í ljós,“ sagði Hallbera. Leikur Vals og HJK verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsending hefst klukkan 14.50 en leikurinn sjálfur klukkan 15.00. Klippa: Sportpakkinn - Hallbera Guðný
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira