Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2020 12:42 Ásmundur Friðriksson í pontu Alþingis. Hann segist efast um að heilbrigðiskerfið ráði við að sinna erlendum konum sem hingað kæmu í þungunarrof. Aðrir þingmenn saka hann um að tala gegn réttindum kvenna. Vísir/Vilhelm Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag. Þungunarrof Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag.
Þungunarrof Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira