Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 14:00 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/AP Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar. Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar.
Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira