Frændi eiganda Man. City að eignast enska félagið Derby County Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 15:51 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræðir hér við eignandann Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan og stjórnarformanninn Khaldoon Al Mubarak. Getty/Victoria Haydn Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin. Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans. Derby County owner Mel Morris has agreed a deal in principle to sell the Championship club to a cousin of Manchester City owner Sheikh Mansour. https://t.co/9tiVb1VFK6 pic.twitter.com/PTAe9wYoMW— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2020 Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu. Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard. Derby County confirm Abu Dhabi royal Sheikh Khaled - cousin of Man City's Sheikh Mansour - is on verge of £60m takeover https://t.co/u4OVaI6r3B— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum. Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday. Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu. Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin. Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans. Derby County owner Mel Morris has agreed a deal in principle to sell the Championship club to a cousin of Manchester City owner Sheikh Mansour. https://t.co/9tiVb1VFK6 pic.twitter.com/PTAe9wYoMW— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2020 Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu. Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard. Derby County confirm Abu Dhabi royal Sheikh Khaled - cousin of Man City's Sheikh Mansour - is on verge of £60m takeover https://t.co/u4OVaI6r3B— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum. Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday. Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu.
Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira