Kia Sorento vinnur Gullna stýrið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. nóvember 2020 07:01 Kia Sorento Nýr Kia Sorento var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri en tilkynnt var um verðlaunin í Þýskalandi í gær. Kia Sorento hafði betur í úrslitum við Aston Martin DBX og BMW X6 í flokki stórra sportjeppa. Verðlaunin eru talin ein þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976. Fjórða kynslóð Kia Sorento er nýkomin á markað og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þessi stóri og stæðilegi bíll er enn rúmbetri en forveri hans og er sjö manna. Bíllinn hefur auk þess mikla dráttargetu. Sorento kemur nú með þremur mismunandi orkugjöfum; sem tengiltvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinnbíll (Hybrid) og í dísilútfærslu. „Hinn nýi Kia Sorento er afbragðsgóður bíll. Aksturseiginleikarnir eru sérlega góðir og hönnunin mjög vel heppnuð. Það er mikið pláss fyrir fólk og farangur, hönnun innra rýmisins er mjög góð sem og tækni og öryggisatriði,“ segir Tom Drechsler, aðalritstjóri Auto Bild. „Við erum mjög stolt af þessum verðlaunum og að fjölmargir lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag telji að Kia Sorento sé besti bíllinn í sínum flokki. Það er mjög ánægjulegt að Kia sé fyrir ofan tvö lúxusbílamerki Aston Martin og BMW sem segir okkur að Kia hafi hækkað upp í lúxusflokkinn með hinum nýja Sorento,“ segir Steffen Cost, framkvæmdastjóri Kia Motors í Þýskalandi. Nýr Sorento var frumsýndur hjá Öskju í síðustu viku. „Viðtökur hafa verið frábærar, enda er Sorento vel heppnaður bíll og kaupendahópurinn traustur hér á landi. Bíllinn skarar fram úr á ýmsum sviðum og hefur Arctic Edition útfærslan með 3,5 cm. upphækkun og 32" dekkjum vakið athygli. Þá er 2.500 kg. dráttargetan að heilla marga,“ segir Þorgeir R. Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Nýr Kia Sorento var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri en tilkynnt var um verðlaunin í Þýskalandi í gær. Kia Sorento hafði betur í úrslitum við Aston Martin DBX og BMW X6 í flokki stórra sportjeppa. Verðlaunin eru talin ein þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976. Fjórða kynslóð Kia Sorento er nýkomin á markað og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þessi stóri og stæðilegi bíll er enn rúmbetri en forveri hans og er sjö manna. Bíllinn hefur auk þess mikla dráttargetu. Sorento kemur nú með þremur mismunandi orkugjöfum; sem tengiltvinnbíll (Plug-in Hybrid), tvinnbíll (Hybrid) og í dísilútfærslu. „Hinn nýi Kia Sorento er afbragðsgóður bíll. Aksturseiginleikarnir eru sérlega góðir og hönnunin mjög vel heppnuð. Það er mikið pláss fyrir fólk og farangur, hönnun innra rýmisins er mjög góð sem og tækni og öryggisatriði,“ segir Tom Drechsler, aðalritstjóri Auto Bild. „Við erum mjög stolt af þessum verðlaunum og að fjölmargir lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag telji að Kia Sorento sé besti bíllinn í sínum flokki. Það er mjög ánægjulegt að Kia sé fyrir ofan tvö lúxusbílamerki Aston Martin og BMW sem segir okkur að Kia hafi hækkað upp í lúxusflokkinn með hinum nýja Sorento,“ segir Steffen Cost, framkvæmdastjóri Kia Motors í Þýskalandi. Nýr Sorento var frumsýndur hjá Öskju í síðustu viku. „Viðtökur hafa verið frábærar, enda er Sorento vel heppnaður bíll og kaupendahópurinn traustur hér á landi. Bíllinn skarar fram úr á ýmsum sviðum og hefur Arctic Edition útfærslan með 3,5 cm. upphækkun og 32" dekkjum vakið athygli. Þá er 2.500 kg. dráttargetan að heilla marga,“ segir Þorgeir R. Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent