Baldur Sigurðsson hefur skrifað undir samning við Fjölni en hann mun verða spilandi aðstoðarþjálfari hjá félaginu.
Fjölnir féll eins og kunnugt er niður í Lengjudeildina eftir að hafa ekki náð að vinna einn leik í Pepsi Max deildinni áður en hún var flautuð af.
Baldur var á mála hjá FH á síðustu leiktíð en sat meira á bekknum en hann spilaði.
Nú hefur hann ákveðið að skipta yfir í Grafarvoginn þar sem hann mun væntanlega styrkja ungt lið Fjölnis.
Hann verður því í þjálfarateyminu ásamt Ásmundi Arnarssyni, aðalþjálfara, og Gunnari Sigurðssyni, markmannsþjálfara.
Baldur Sigurðsson í Fjölni!
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) November 7, 2020
Spilandi aðstoðarþjálfari Yfir 430 KSÍ leikir og 100 mörk 3 A-landsleikir 2x Íslands- og 4x bikarmeistari
VELKOMINN í #FélagiðOkkar pic.twitter.com/OiIJ7eM5Vg