Á að endurtaka hér mistök Norðurlanda? Ólafur Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2020 12:00 Hvað segja þau sem tala sem þinglýstir eigendur góðmennsku og mannúðar um stefnu dönsku ríkisstjórnarinnar? Reynslan sýnir án vafa að skipulag hælisleitendamála hér á landi er ófullnægjandi. Lög um útlendinga fela í sér tilboð til fólks hvaðanæva úr heiminum að freista gæfunnar hér á landi á kostnað ríkissjóðs. Framboð á ókeypis gæðum á borð við framfærslu og húsnæði kallar á eftirspurn eftir slíkum gæðum. Kostnaður ræðst af fjölda þeirra sem ákveða að koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta jafngildir því að ríkissjóður sé með opinn krana í útgjöldum til málaflokksins. Ekkert ríki sem vill ástunda ábyrga fjármálastjórn getur leyft sér að haga málum með slíkum hætti. Rangur kúrs Stefnuskekkjan í málefnum hælisleitenda felst í að hér á landi er enn fylgt stefnu sem nágrannalönd á Norðurlöndum fylgdu með afleiðingum sem flestum eru kunnar. Forsætisráðherra Danmerkur lýsir stefnunni sem mistökum. Forsætisráðherra Svíþjóðar viðurkennir mistök með því að segja stefnuna hafa leitt af sér aukna glæpatíðni í landinu. Ætlum við ekki draga lærdóma af reynslu Norðurlanda? Samt er fjöldi hælisumsókna hér fimmfaldur á við Danmörku og Noreg og sömuleiðis fjöldi samþykktra umsókna. Við göngum lengra en Svíar. Rangan kúrs verður að leiðrétta. Hluti þeirrar leiðréttingar er að styðja fólk sem vill hverfa aftur til síns heima eins og Danmörk gerir og eins og heimild er til í gildandi lögum hér á landi. Verjum fé betur en nú er gert Til Íslands hafa flutt tugþúsundir til að starfa hér og taka þátt í íslensku samfélagi. Heilu atvinnugreinarnar reiða sig á vinnuframlag þessa fólks sem er velkomið hingað til lands. Ísland daufheyrist ekki við ákalli um hjálp í þeim flóttamannavanda sem skekið hefur heimsbyggðina undanfarin ár. Þetta er gert með móttöku kvótaflóttamanna í skipulögðu hjálparstarfi undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Við viljum leggja okkar af mörkum í þessu starfi og hlúa sem best að því fólki sem hingað kemur á þessum forsendum. En við getum ekki haft opnar gáttir gagnvart fólki sem leitar hælis á grundvelli rangra upplýsinga og tilhæfulausra umsókna. Hinum ærna kostnaði við afgreiðslu erinda þeirra væri betur varið til að styðja við fólk í neyð á heimaslóð þar sem margfalt meira fæst fyrir hverja krónu en þeim sem varið er hér á landi. Með sanni má segja eins og danski forsætisráðherrann í stefnuræðu fyrir mánuði að við höfum brugðist fólkinu sem eftir situr og þar sem hægt væri að létta undir með miklu fleirum en gert er. Ísland á ekki að snúa baki við fólki í neyð. Virða ber grunngildi Í alþjóðlegu samstarfi styðja Íslendingar hugsjónir lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis þar sem fólki er ekki mismunað eftir kynferði eða kynhneigð svo dæmi séu tekin. Enginn á að fá hæli hér nema lýsa yfir staðföstum vilja til að fylgja þessum vestrænu hugsjónum í orði og verki og virða þannig grunngildi íslensks samfélags. Eignarréttur á góðmennsku og mannúð Óbreytt fyrirkomulag í málefnum hælisleitenda fær ekki staðist. Opni kraninn á ríkissjóð gengur gegn ábyrgri stjórn fjármála. Opna tilboðið sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og allir hinir handhafar góðmennsku og mannúðar standa fyrir skapar gróðafæri fyrir menn af misjöfnu sauðahúsi í fjarlægum löndum. Smyglarar sjá tækifæri í að hafa aleiguna af fólki fyrir að leiða það um borð í yfirfullar manndrápsfleytur til þess eins að drukkna í Miðjarðarhafinu eins og hefur orðið hlutskipti þúsunda barna, kvenna og karla. Skilaboð um að hér standi allar gáttir opnar gagnast engum betur en slíkum smyglurum og afbrotamönnum sem leitast við að misnota móttökukerfi hælisleitenda eins og Ríkislögreglustjóri hefur varað við í skýrslum. Danska ríkisstjórnin, stjórn jafnaðarmanna, systurflokks Samfylkingar, ætlar að hætta að taka við hælisleitendum á danskri grundu en opna móttökustöð í landi utan Evrópu. Hvað segja flokkssystkin Mette Fredriksen forsætisráðherra og fylgitungl þeirra um stefnu systurflokksins í Danmörku? Fjárhagsleg ábyrgð Nýtt fyrirkomulag í málefnum hælisleitenda þarf að fullnægja kröfum um fjárhagslega ábyrgð og skilvirkni. Velferðarkerfið þolir ekki opin landamæri. Sýnum fólki þá virðingu að draga það ekki á svörum og tökum upp 48 stunda reglu að norskri fyrirmynd. Förum að Dyflinnarreglugerð um að hælisumsóknir séu afgreiddar í því Evrópulandi sem umsækjandinn kemur fyrst til. Markmið breytinga þarf að vera að ná föstum tökum á útgjöldum vegna málefna hælisleitenda, leiðrétta stefnuskekkjuna í málaflokknum og beina því fé sem til ráðstöfunar er með skilvirkum hætti til þeirra heima fyrir sem mesta þörf hafa fyrir aðstoð. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Hælisleitendur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvað segja þau sem tala sem þinglýstir eigendur góðmennsku og mannúðar um stefnu dönsku ríkisstjórnarinnar? Reynslan sýnir án vafa að skipulag hælisleitendamála hér á landi er ófullnægjandi. Lög um útlendinga fela í sér tilboð til fólks hvaðanæva úr heiminum að freista gæfunnar hér á landi á kostnað ríkissjóðs. Framboð á ókeypis gæðum á borð við framfærslu og húsnæði kallar á eftirspurn eftir slíkum gæðum. Kostnaður ræðst af fjölda þeirra sem ákveða að koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta jafngildir því að ríkissjóður sé með opinn krana í útgjöldum til málaflokksins. Ekkert ríki sem vill ástunda ábyrga fjármálastjórn getur leyft sér að haga málum með slíkum hætti. Rangur kúrs Stefnuskekkjan í málefnum hælisleitenda felst í að hér á landi er enn fylgt stefnu sem nágrannalönd á Norðurlöndum fylgdu með afleiðingum sem flestum eru kunnar. Forsætisráðherra Danmerkur lýsir stefnunni sem mistökum. Forsætisráðherra Svíþjóðar viðurkennir mistök með því að segja stefnuna hafa leitt af sér aukna glæpatíðni í landinu. Ætlum við ekki draga lærdóma af reynslu Norðurlanda? Samt er fjöldi hælisumsókna hér fimmfaldur á við Danmörku og Noreg og sömuleiðis fjöldi samþykktra umsókna. Við göngum lengra en Svíar. Rangan kúrs verður að leiðrétta. Hluti þeirrar leiðréttingar er að styðja fólk sem vill hverfa aftur til síns heima eins og Danmörk gerir og eins og heimild er til í gildandi lögum hér á landi. Verjum fé betur en nú er gert Til Íslands hafa flutt tugþúsundir til að starfa hér og taka þátt í íslensku samfélagi. Heilu atvinnugreinarnar reiða sig á vinnuframlag þessa fólks sem er velkomið hingað til lands. Ísland daufheyrist ekki við ákalli um hjálp í þeim flóttamannavanda sem skekið hefur heimsbyggðina undanfarin ár. Þetta er gert með móttöku kvótaflóttamanna í skipulögðu hjálparstarfi undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Við viljum leggja okkar af mörkum í þessu starfi og hlúa sem best að því fólki sem hingað kemur á þessum forsendum. En við getum ekki haft opnar gáttir gagnvart fólki sem leitar hælis á grundvelli rangra upplýsinga og tilhæfulausra umsókna. Hinum ærna kostnaði við afgreiðslu erinda þeirra væri betur varið til að styðja við fólk í neyð á heimaslóð þar sem margfalt meira fæst fyrir hverja krónu en þeim sem varið er hér á landi. Með sanni má segja eins og danski forsætisráðherrann í stefnuræðu fyrir mánuði að við höfum brugðist fólkinu sem eftir situr og þar sem hægt væri að létta undir með miklu fleirum en gert er. Ísland á ekki að snúa baki við fólki í neyð. Virða ber grunngildi Í alþjóðlegu samstarfi styðja Íslendingar hugsjónir lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis þar sem fólki er ekki mismunað eftir kynferði eða kynhneigð svo dæmi séu tekin. Enginn á að fá hæli hér nema lýsa yfir staðföstum vilja til að fylgja þessum vestrænu hugsjónum í orði og verki og virða þannig grunngildi íslensks samfélags. Eignarréttur á góðmennsku og mannúð Óbreytt fyrirkomulag í málefnum hælisleitenda fær ekki staðist. Opni kraninn á ríkissjóð gengur gegn ábyrgri stjórn fjármála. Opna tilboðið sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og allir hinir handhafar góðmennsku og mannúðar standa fyrir skapar gróðafæri fyrir menn af misjöfnu sauðahúsi í fjarlægum löndum. Smyglarar sjá tækifæri í að hafa aleiguna af fólki fyrir að leiða það um borð í yfirfullar manndrápsfleytur til þess eins að drukkna í Miðjarðarhafinu eins og hefur orðið hlutskipti þúsunda barna, kvenna og karla. Skilaboð um að hér standi allar gáttir opnar gagnast engum betur en slíkum smyglurum og afbrotamönnum sem leitast við að misnota móttökukerfi hælisleitenda eins og Ríkislögreglustjóri hefur varað við í skýrslum. Danska ríkisstjórnin, stjórn jafnaðarmanna, systurflokks Samfylkingar, ætlar að hætta að taka við hælisleitendum á danskri grundu en opna móttökustöð í landi utan Evrópu. Hvað segja flokkssystkin Mette Fredriksen forsætisráðherra og fylgitungl þeirra um stefnu systurflokksins í Danmörku? Fjárhagsleg ábyrgð Nýtt fyrirkomulag í málefnum hælisleitenda þarf að fullnægja kröfum um fjárhagslega ábyrgð og skilvirkni. Velferðarkerfið þolir ekki opin landamæri. Sýnum fólki þá virðingu að draga það ekki á svörum og tökum upp 48 stunda reglu að norskri fyrirmynd. Förum að Dyflinnarreglugerð um að hælisumsóknir séu afgreiddar í því Evrópulandi sem umsækjandinn kemur fyrst til. Markmið breytinga þarf að vera að ná föstum tökum á útgjöldum vegna málefna hælisleitenda, leiðrétta stefnuskekkjuna í málaflokknum og beina því fé sem til ráðstöfunar er með skilvirkum hætti til þeirra heima fyrir sem mesta þörf hafa fyrir aðstoð. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun