Parker: Ekki hægt að taka svona vítaspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. nóvember 2020 09:30 Vítaspyrnan ömurlega í uppsiglingu. vísir/Getty Ademola Lookman var umtalaðasti leikmaðurinn eftir leik West Ham og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Lookman fékk tækifæri til að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins þegar vítaspyrna var dæmd en West Ham hafði skömmu áður náð 1-0 forystu. Hinn 23 ára gamli Lookman steig á punktinn og átti einhverja lélegustu vítaspyrnu sem sést hefur í enska boltanum en hann notaðist við Panenka aðferðina og vippaði boltanum á markið. Vippan var hins vegar laflaus og Lukasz Fabianski, markvörður West Ham, þurfti ekki að hafa sig allan við til að verja spyrnuna. "Disappointment, anger. When you decide to take a penalty like that, at that moment it needs to go in."Scott Parker expresses his frustration with Ademola Lookman's panenka penalty miss in the 98th minute of the game pic.twitter.com/i0HIsTa4nP— Football Daily (@footballdaily) November 8, 2020 „Ég er vonsvikinn og reiður. Þú getur ekki tekið svona víti og hann veit það. Hann er ungur leikmaður og er að læra,“ sagði Scott Parker, þjálfari Fulham í leikslok en sagði þó að Lookman yrði ekki refsað fyrir dómgreindarleysið. „Strákurinn gerði mistök og hann er fyrstur til að skilja það. Þegar þú ert ungur og að læra verður þú að læra hratt. Hann er svekktur, eðlilega. Þetta er hluti af fótboltanum, að þroskast sem leikmenn og sem lið og við munum hlúa að honum,“ sagði Parker. Fulham eru nýliðar í deildinni og hafa farið rólega af stað; eru með fjögur stig eftir fyrstu átta leiki sína. Enski boltinn Tengdar fréttir Fjörugur uppbótartími í Lundúnarslagnum West Ham vann 1-0 sigur á Fulham í Lundúnarslag í kvöld. 7. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Ademola Lookman var umtalaðasti leikmaðurinn eftir leik West Ham og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Lookman fékk tækifæri til að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins þegar vítaspyrna var dæmd en West Ham hafði skömmu áður náð 1-0 forystu. Hinn 23 ára gamli Lookman steig á punktinn og átti einhverja lélegustu vítaspyrnu sem sést hefur í enska boltanum en hann notaðist við Panenka aðferðina og vippaði boltanum á markið. Vippan var hins vegar laflaus og Lukasz Fabianski, markvörður West Ham, þurfti ekki að hafa sig allan við til að verja spyrnuna. "Disappointment, anger. When you decide to take a penalty like that, at that moment it needs to go in."Scott Parker expresses his frustration with Ademola Lookman's panenka penalty miss in the 98th minute of the game pic.twitter.com/i0HIsTa4nP— Football Daily (@footballdaily) November 8, 2020 „Ég er vonsvikinn og reiður. Þú getur ekki tekið svona víti og hann veit það. Hann er ungur leikmaður og er að læra,“ sagði Scott Parker, þjálfari Fulham í leikslok en sagði þó að Lookman yrði ekki refsað fyrir dómgreindarleysið. „Strákurinn gerði mistök og hann er fyrstur til að skilja það. Þegar þú ert ungur og að læra verður þú að læra hratt. Hann er svekktur, eðlilega. Þetta er hluti af fótboltanum, að þroskast sem leikmenn og sem lið og við munum hlúa að honum,“ sagði Parker. Fulham eru nýliðar í deildinni og hafa farið rólega af stað; eru með fjögur stig eftir fyrstu átta leiki sína.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fjörugur uppbótartími í Lundúnarslagnum West Ham vann 1-0 sigur á Fulham í Lundúnarslag í kvöld. 7. nóvember 2020 21:57 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Fjörugur uppbótartími í Lundúnarslagnum West Ham vann 1-0 sigur á Fulham í Lundúnarslag í kvöld. 7. nóvember 2020 21:57