Snörp og óvenjuleg skjálftahrina í Eyjafirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 10:18 Skjálftahrinan varð um einn kílómetra norður af Hrísey. Vísir/Egill Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir voru allir innan við 1,5 að stærð, og flestir undir 1. Samkvæmt Veðurstofunni verður fólk almennt ekki vart við skjálfta að þessari stærð. Þeir vöktu þó athygli sérfræðinga veðurstofunnar, enda er þessi fjöldi skjálfta óvanalegur á þessum slóðum. „Við nánari athuganir á upptökum skjálftanna kemur í ljós að þeir eru á mjög afmörkuð svæði og litlu dýpi, um 2-4 km. Til samanburðar eru skjálftar sem tilheyra hrinunni á Tjörnnesbrotabeltinu að mælast á 10 km dýpi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir að ekki sé loku fyrir það skotið að skjálftarnir tengist óróleika vegna jarðskorpuhreyfinga úti fyrir mynni Eyjafjarðar, þó líklegra þyki út frá staðsetningu skjálftanna og lítið dýpi upptaka þeirra, að þeir tengist jarðhitavirkni sem finna má víða í firðinum. Náttúruváreftirlit Veðurstofunnar fylgist áfram vel með svæðinu í samvinnu við Jarðvísindastofnun, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Almannavarnadeild lögreglunnar. Í lok júní lýstu almannavarnir yfir óvissuástandi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurland þegar öflug jarðskjálftahrina hófst í Eyjafjarðarálnum. Síðan þá hefur svæðið verið undir mera eftirliti en ella. „Óvenju mikil jarðskjálftavirkni hefur verið fyrir norðan síðan í sumar, sér í lagi fyrir mynni Eyjarfjarðar þar sem gliðnunarbelti í Eyjafjarðarál mætir Húsavíkur- og Flateyjarmisgenginu.“ Akureyri Eldgos og jarðhræringar Hrísey Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Lítil jarðskjálftahrina hófst 31. október síðastliðinn um einn kílómetra norðan af Hrísey í Eyjafirði. Í hrinunni mældust um 30 jarðskjálftar sem allir voru frekar litlir, en henni lauk 4. nóvember. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir voru allir innan við 1,5 að stærð, og flestir undir 1. Samkvæmt Veðurstofunni verður fólk almennt ekki vart við skjálfta að þessari stærð. Þeir vöktu þó athygli sérfræðinga veðurstofunnar, enda er þessi fjöldi skjálfta óvanalegur á þessum slóðum. „Við nánari athuganir á upptökum skjálftanna kemur í ljós að þeir eru á mjög afmörkuð svæði og litlu dýpi, um 2-4 km. Til samanburðar eru skjálftar sem tilheyra hrinunni á Tjörnnesbrotabeltinu að mælast á 10 km dýpi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir að ekki sé loku fyrir það skotið að skjálftarnir tengist óróleika vegna jarðskorpuhreyfinga úti fyrir mynni Eyjafjarðar, þó líklegra þyki út frá staðsetningu skjálftanna og lítið dýpi upptaka þeirra, að þeir tengist jarðhitavirkni sem finna má víða í firðinum. Náttúruváreftirlit Veðurstofunnar fylgist áfram vel með svæðinu í samvinnu við Jarðvísindastofnun, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Almannavarnadeild lögreglunnar. Í lok júní lýstu almannavarnir yfir óvissuástandi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurland þegar öflug jarðskjálftahrina hófst í Eyjafjarðarálnum. Síðan þá hefur svæðið verið undir mera eftirliti en ella. „Óvenju mikil jarðskjálftavirkni hefur verið fyrir norðan síðan í sumar, sér í lagi fyrir mynni Eyjarfjarðar þar sem gliðnunarbelti í Eyjafjarðarál mætir Húsavíkur- og Flateyjarmisgenginu.“
Akureyri Eldgos og jarðhræringar Hrísey Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira