FCK rak í síðasta mánuði þjálfarann Ståle Solbakken úr starfi en Norðmaðurinn hafi samanlagt verið þjálfari liðsins í tólf ár.
Ståle tók fyrst við FCK og stýrði liðinu til ársins 2011 er hann fór á flokk. Hann snéri svo aftur árið 2014 og stýrði liðinu allt þangað til í síðasta mánuði.
Þá fékk Norðmaðurinn nefnilega uppsagnarbréf og hann var ekki kallaður á fund heldur fékk hann hringingu frá stjórnarformanni FCK, Bo Rygaard, sem rak hann.
Her er historien om, hvordan Ståle Solbakken blev fyret. Det er ganske opsigtsvækkende, når man tænker på manden har været 12 år og otte måneder i #FCK https://t.co/gyQJSnLMjk @klausegelund @GisleThorsen (£)
— Mads Glenn Wehlast (@MadsWehlast) November 8, 2020
Ekstra Bladet greinir frá þessu í dag og hefur þetta eftir heimildum sínum en Ståle var á þessum tíma í Noregi að heimsækja fjölskyldu sína.
Hvorki Ståle né Bo Rygaard hafa viljað tjáð sig um sögusagnirnar en Ståle hefur enn ekki tjáð sig um brottreksturinn.
FCK réð í hans Stan Jess Thorup en Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK.