Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru sænskir meistarar eftir 4-0 sigur á Sirius í dag. Malmö er með tíu stiga forystu er þrjár umferðir eru eftir af deildinni.
Arnór Ingvi lagði upp eitt marka Malmö en hann kom inn á er 72. mínútur voru liðnar af leiknum. Fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark og lokatölur 4-0. Enn einn deildartitill Malmö.
VI ÄR SVENSKA MÄSTARE!
— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020
Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt eru með níu fingur á norska meistaratitlinum eftir 7-0 sigur á Álasundi í dag.
Bodo/Glimt er með átján stiga forskot á toppi deildarinnar en Molde er í öðru sætinu með 47 stig. Átján stig eru eftir í pottinum í Noregi.
Alfons spilaði fyrstu 88 mínúturnar hjá Bodo en Davíð Kristján Ólafsson spilaði fyrstu 84 mínúturnar hjá Álasundi sem er á leið í B-deildina á ný. Þeir sitja á botni deildarinnar.
Viking skellti Rosenborg 3-0. Viking er í 7. sæti deildarinnar en Rosenborg er í 3. sætinu með 45 stig. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn fyrir Rosenborg en Samúel Kári Friðjónsson síðustu þrjár mínúturnar fyrir Víking.
Jóhannes Harðarson og félagar unnu dramatískan sigur á Sarpsborg. Sigurmarkið kom er nokkrar mínútur voru til leiksloka. Start er í 14. sætinu með 24 stig.
Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord sem gerði markalaust jafntefli við Stabæk á heimavelli. Emil Pálsson sat á varamannabekk Sandefjord sem er í 11. sætinu.
Mikael Anderson spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Midtjylland er liðið niðurlægði FCK, 4-0, á heimavelli. Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá FCK. Midtjylland er á toppnum með sextán stig en FCK er í 9. sætinu með sjö stig.
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli PAOK gegn Smyrnis í Grikklandi. PAOK er í þriðja sæti deildarinnar.