Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 19:16 Eiður Smári hefur verið á hliðarlínunni hjá U21 árs landsliði Íslands síðan í ársbyrjun 2019. Vísir/Bára Eiður Smári Guðjohnsen ræddi stöðu sína hjá U21 árs landsliði Íslands þar sem hann er aðstoðarþjálfari er Rikki G ræddi við hann fyrr í dag. Ræddu þeir gengi FH-liðsins í sumar eftir að Eiður tók við, þá staðreynd að hann skrifaði nýverið undir tveggja ára samning sem aðalþjálfari liðsins og svo að sjálfsögðu landsleik Íslands og Ungverjalands um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Innslagið má sjá hér að neðan en fleiri bútar úr spjalli þeirra munu birtast hér á Vísi í kvöld sem og á morgun. „Erfiður tímapunktur núna. Við erum að fara inn í þessa viku – þar sem U21 spilar þrjá leiki sem leiða í ljós hvort liðið kemst á EM eður ei – og ég legg FH aðeins til hliðar, það er náttúrulega hlé á deildinni hér sem gerir mér það kleift að takast á við þessa viku sem er mjög spennandi hvað okkur varðar sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Eiður Smári um stöðuna í dag og hélt áfram. „Það er stórleikur hjá A-landsliðinu [gegn Ungverjum ytra um sæti á EM næsta sumar]. Það eru stórleikir hjá okkur í U21-liðinu þar sem – að ég tel – við eigum nokkuð góða möguleika á að komast á stórmót, sem væri í fyrsta sinn í langan tíma. Ég ýti FH aðeins til hliðar, tekst á við þessa viku og klára þessa keppni þar sem það eru þrír leikir eftir hjá okkur. Svo getum við sest niður og tekið ákvörðun út frá því.“ „Eðlilegast er að ég muni ekki halda áfram með U21 landsliðið. Hugsanlega kemur upp önnur staða ef við förum á stórmót og það er hlé á deildinni hér, þá mætti endurskoða það en þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða og fara yfir,“ sagði Eiður Smári að lokum um stöðu sína hjá U21 landsliði Íslands en samningur hans þar rennur út í janúar næstkomandi. Klippa: Telur ólíklegt að hann haldi áfram með U21 Fótbolti Tengdar fréttir Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31 Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28 Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen ræddi stöðu sína hjá U21 árs landsliði Íslands þar sem hann er aðstoðarþjálfari er Rikki G ræddi við hann fyrr í dag. Ræddu þeir gengi FH-liðsins í sumar eftir að Eiður tók við, þá staðreynd að hann skrifaði nýverið undir tveggja ára samning sem aðalþjálfari liðsins og svo að sjálfsögðu landsleik Íslands og Ungverjalands um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Innslagið má sjá hér að neðan en fleiri bútar úr spjalli þeirra munu birtast hér á Vísi í kvöld sem og á morgun. „Erfiður tímapunktur núna. Við erum að fara inn í þessa viku – þar sem U21 spilar þrjá leiki sem leiða í ljós hvort liðið kemst á EM eður ei – og ég legg FH aðeins til hliðar, það er náttúrulega hlé á deildinni hér sem gerir mér það kleift að takast á við þessa viku sem er mjög spennandi hvað okkur varðar sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Eiður Smári um stöðuna í dag og hélt áfram. „Það er stórleikur hjá A-landsliðinu [gegn Ungverjum ytra um sæti á EM næsta sumar]. Það eru stórleikir hjá okkur í U21-liðinu þar sem – að ég tel – við eigum nokkuð góða möguleika á að komast á stórmót, sem væri í fyrsta sinn í langan tíma. Ég ýti FH aðeins til hliðar, tekst á við þessa viku og klára þessa keppni þar sem það eru þrír leikir eftir hjá okkur. Svo getum við sest niður og tekið ákvörðun út frá því.“ „Eðlilegast er að ég muni ekki halda áfram með U21 landsliðið. Hugsanlega kemur upp önnur staða ef við förum á stórmót og það er hlé á deildinni hér, þá mætti endurskoða það en þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða og fara yfir,“ sagði Eiður Smári að lokum um stöðu sína hjá U21 landsliði Íslands en samningur hans þar rennur út í janúar næstkomandi. Klippa: Telur ólíklegt að hann haldi áfram með U21
Fótbolti Tengdar fréttir Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31 Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28 Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31
Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28
Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32