Albanía nefnd sem mögulegur leikstaður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 20:16 Úr leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli. Vísir/Hulda Mögulegur leikstaður leiks Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu breytist með hverri mínútunni. Nú hefur Albanía verið nefnd sem möguleiki en fyrr í dag var talað um að leikurinn gæti farið fram í Grikklandi eða að enska liðið þyrfti einfaldlega að gefa leikinn og tapa honum þar með 3-0. Vegna kórónuveirusmita í minkum í Danmörku hafa verið settar nýjar sóttvarnareglur í Bretlandi. Komi fólk frá Danmörku þarf fólk að fara í sóttkví. Verða engar undanþágur gerðar. Ed Aarons hjá The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið hafi fundað með ríkisstjórn Bretlands í nær allan dag. Ljóst er að leikurinn mun að öllum líkindum ekki fara fram á Wembley í Lundúnum þar sem íslenska landsliðið mætir Danmörku þremur dögum fyrir leik Englands og Íslands. England v Iceland could be played in Albania if Covid rules out Wembley https://t.co/o3WDHOR3DG— The Guardian (@guardian) November 9, 2020 Í ágúst tilkynnti UEFA að Pólland, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur hefðu öll boðist til að halda leiki sem ekki gætu farið fram í öðrum löndum vegna kórónuveirunnar. Nú hefur smitum í áðurnefndum löndum fjölgað til muna og koma þau því í raun ekki lengur til greina. Því hefur Albanía verði nefnd til sögunnar sem mögulegur leikstaður fyrir leik Englands og Íslands. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa sagt að engar undanþágur verði gerðar á sóttkví ef fólk kemur frá Danmörku. Þetta setur ýmis lið ensku úrvalsdeildarinnar í erfiða stöðu en nokkrir af lykilmönnum danska liðsins leika í Englandi. Þar má helst nefna Kasper Schmeichel sem leikur með Leicester City og Pierre-Emile Højbjerg sem leikur með Tottenham Hotspur. Þá var greint frá því fyrr í dag að leikmenn enska landsliðsins þyrftu einnig að fara í sóttkví við heimkomuna þar sem þeir hefðu komist í kynni við fólk sem hefði verið í Danmörku. Ísland mætir Ungverjalandi í leik um sæti á EM næsta sumar á fimmtudaginn kemur. Í kjölfarið fylgja svo tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst gegn Danmörku og svo gegn Englandi. Hvort síðasti leikurinn muni fara fram verður að koma í ljós. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31 Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Mögulegur leikstaður leiks Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í knattspyrnu breytist með hverri mínútunni. Nú hefur Albanía verið nefnd sem möguleiki en fyrr í dag var talað um að leikurinn gæti farið fram í Grikklandi eða að enska liðið þyrfti einfaldlega að gefa leikinn og tapa honum þar með 3-0. Vegna kórónuveirusmita í minkum í Danmörku hafa verið settar nýjar sóttvarnareglur í Bretlandi. Komi fólk frá Danmörku þarf fólk að fara í sóttkví. Verða engar undanþágur gerðar. Ed Aarons hjá The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið hafi fundað með ríkisstjórn Bretlands í nær allan dag. Ljóst er að leikurinn mun að öllum líkindum ekki fara fram á Wembley í Lundúnum þar sem íslenska landsliðið mætir Danmörku þremur dögum fyrir leik Englands og Íslands. England v Iceland could be played in Albania if Covid rules out Wembley https://t.co/o3WDHOR3DG— The Guardian (@guardian) November 9, 2020 Í ágúst tilkynnti UEFA að Pólland, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur hefðu öll boðist til að halda leiki sem ekki gætu farið fram í öðrum löndum vegna kórónuveirunnar. Nú hefur smitum í áðurnefndum löndum fjölgað til muna og koma þau því í raun ekki lengur til greina. Því hefur Albanía verði nefnd til sögunnar sem mögulegur leikstaður fyrir leik Englands og Íslands. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa sagt að engar undanþágur verði gerðar á sóttkví ef fólk kemur frá Danmörku. Þetta setur ýmis lið ensku úrvalsdeildarinnar í erfiða stöðu en nokkrir af lykilmönnum danska liðsins leika í Englandi. Þar má helst nefna Kasper Schmeichel sem leikur með Leicester City og Pierre-Emile Højbjerg sem leikur með Tottenham Hotspur. Þá var greint frá því fyrr í dag að leikmenn enska landsliðsins þyrftu einnig að fara í sóttkví við heimkomuna þar sem þeir hefðu komist í kynni við fólk sem hefði verið í Danmörku. Ísland mætir Ungverjalandi í leik um sæti á EM næsta sumar á fimmtudaginn kemur. Í kjölfarið fylgja svo tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst gegn Danmörku og svo gegn Englandi. Hvort síðasti leikurinn muni fara fram verður að koma í ljós. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31 Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Ísland gæti þurft að mæta Englandi á Grikklandi Enn ríkir óvissa um leik Englands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku, vegna nýrra sóttvarnareglna í Bretlandi. 9. nóvember 2020 14:31
Sky Sports: England gæti þurft að gefa leikinn gegn Íslandi Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti enska landsliðið þurft að gefa leikinn gegn Íslandi fari svo að leikur Íslands og Danmerkur fari fram. 9. nóvember 2020 18:30
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01