Telja óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 11:20 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítala. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítala og formaður farsóttarnefndar spítalans telja nú óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný eftir að þeim var frestað með auglýsingu heilbrigðisráðherra í október. Sú auglýsing verður felld úr gildi frá og með morgundeginum, 11. nóvember, að því er fram kemur í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Landspítali settur á neyðarstig í kjölfar hópsýkingar kórónuveirunnar á Landakoti í október. Í kjölfar þess lagði landlæknir til að valkvæðum aðgerðum á spítalanum sem geta beðið yrði frestað og staðfesti heilbrigðisráðherra fyrirmæli þar um með auglýsingu þann 26. október síðastliðinn. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að staðan á Landspítala sé enn alvarleg en heldur hafi hægst um. Í ljósi þess hafi nú borist erindi frá forstjóra og formanni farsóttarnefndar, þar sem þeir telji óhætt að hefja valaðgerðir á ný – en með vissum takmörkunum er varðar stærri aðgerðir. Landlæknir hafi því lagt til við heilbrigðisráðherra að fyrri auglýsing verði felld úr gildi. Sú ákvörðun muni taka gildi á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember 2020. „Landlæknir biðlar þó til stofnana og sjálfstætt starfandi lækna að bíða heldur lengur, í eina til tvær vikur, með stærri aðgerðir þar sem áhætta á blæðingum eða öðrum alvarlegum fylgikvillum er mest. Þar sem um vafatilvik er að ræða treystir landlæknir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Landlæknir hvetur að öðru leiti lækna til að hefja að nýju valkvæðar aðgerðir samkvæmt stöðu og getu hverrar stofnunar eða einingar,“ segir í tilkynningu. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19 Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Forstjóri Landspítala og formaður farsóttarnefndar spítalans telja nú óhætt að hefja valkvæðar aðgerðir á ný eftir að þeim var frestað með auglýsingu heilbrigðisráðherra í október. Sú auglýsing verður felld úr gildi frá og með morgundeginum, 11. nóvember, að því er fram kemur í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Landspítali settur á neyðarstig í kjölfar hópsýkingar kórónuveirunnar á Landakoti í október. Í kjölfar þess lagði landlæknir til að valkvæðum aðgerðum á spítalanum sem geta beðið yrði frestað og staðfesti heilbrigðisráðherra fyrirmæli þar um með auglýsingu þann 26. október síðastliðinn. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að staðan á Landspítala sé enn alvarleg en heldur hafi hægst um. Í ljósi þess hafi nú borist erindi frá forstjóra og formanni farsóttarnefndar, þar sem þeir telji óhætt að hefja valaðgerðir á ný – en með vissum takmörkunum er varðar stærri aðgerðir. Landlæknir hafi því lagt til við heilbrigðisráðherra að fyrri auglýsing verði felld úr gildi. Sú ákvörðun muni taka gildi á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember 2020. „Landlæknir biðlar þó til stofnana og sjálfstætt starfandi lækna að bíða heldur lengur, í eina til tvær vikur, með stærri aðgerðir þar sem áhætta á blæðingum eða öðrum alvarlegum fylgikvillum er mest. Þar sem um vafatilvik er að ræða treystir landlæknir á faglegt og yfirvegað mat hlutaðeigandi sérfræðilæknis í hverju tilviki fyrir sig. Landlæknir hvetur að öðru leiti lækna til að hefja að nýju valkvæðar aðgerðir samkvæmt stöðu og getu hverrar stofnunar eða einingar,“ segir í tilkynningu.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19 Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. 26. október 2020 17:19
Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47
Skýrsla um hópsmitið á Landakoti væntanleg í fyrsta lagi í lok vikunnar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að athugun á tildrögum og þróun hópsmitsins á Landakoti gangi vel. 9. nóvember 2020 12:01