Fara fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu íbúðarhúsnæði hælisleitenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30