Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Sjá meira