Páfar vissu af ásökunum á hendur kardinála í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 18:25 McCarrick kardináli tekur í hönd Jóhannesar Páls páfa annars árið 2001. Páfi gerði McCarrick að kardinála þrátt fyrir að hann hefði vitneskju um ásakanir á hendur honum. AP/Massimo Sambucetti Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum. Jóhannes Páll annar er sagður hafa vitað af ásökunum heilum tveimur áratugum áður en kardinálinn hrökklaðist loks úr embætti. Áfellisdómur er felldur yfir æðstu stjórnendum kaþólsku kirkjunnar í skýrslu um viðbrögð hennar við kynferðisbrotum Theodore E. McCarrick, bandarískum fyrrverandi kardinála. Þeir eru sagðir hafa kosið að trúa McCarrick og misvísandi fullyrðingum biskupa þegar þeir hækkuðu hann í æðstu tign innan kirkjunnar. McCarrick var einn áhrifamesti kardinálinn innan kaþólsku kirkjunnar áður en ásakanirnar á hendur honum komust í hámæli árið 2017. Hann var erkibiskup í Washington-borg frá 2001 til 2006. McCarrick sagði af sér árið 2018 en Frans páfi svipti hann hempunni í fyrra. Rannsókn Páfagarðs leiddi í ljós að McCarrick hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn börnum og fullorðnum og misnotað vald sitt þegar hann var prestur í New York á áttunda áratug síðustu aldar. Svo langt er liðið frá brotunum að talið er að þau séu fyrnd og McCarrick verði því ekki ákærður í Bandaríkjunum. Falskar og misvísandi upplýsingar bandarískar biskupa Í skýrslunni um brot McCarrick, sem Frans páfi óskaði eftir árið 2018, kemur fram að „trúverðugar vísbendingar“ um að McCarrick hefði misnotað börn hefðu ekki komið fram fyrr en árið 2017. Engu að síður hefðu æðstu stjórnendum kirkjunnar verið kunnugt um þráláta orðróma þess efnis að McCarrick hefði misnotað fullorðna karlkyns guðfræðinema eftir að hann varð biskup snemma á níunda áratugnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skýrsluhöfundar hlífa Frans páfa að mestu en skella skuldinni á forvera hans, þá Benedikt sextánda og sérstaklega Jóhannes Pál annan. Pólski páfinn, sem var síðar tekinn í dýrlingatölu, trúði neitunum McCarrick og veitti honum stöðuhækkanir. „Jóhannes Páll páfi annar tók persónulega ákvörðun um að skipa McCarrick,“ segir í skýrslunni. Það hafi hann gert þrátt fyrir að hafa fengið bréf frá John O‘Connor kardinála og þáverandi erkibiskup í New York um ásakanir á hendur McCarrick. Á meðal ásakananna var að McCarrick væri barnaníðingur. Páfinn er sagður hafa látið rannsaka ásakanirnar. Biskuparnir sem rannsökuðu málið sögðu McCarrick hafa deilt rúmi með ungum karlmönnum en að þeir vissu ekki hvort að misnotkun hefði átt sér stað. Skýrsluhöfundar telja að þær upplýsingar biskupanna til páfa hafi verið misvísandi. Þrír af fjórum bandarískum biskupum sem var falið að rannsaka ásakanirnar hafi látið páfa fá rangar eða ófullnægjandi upplýsingar, að því er kemur fram í frétt New York Times um skýrsluna. Benedikt páfi, sem sagði af sér árið 2013, er talinn hafa hafnað því að rannsaka McCarrick þar sem hann taldi engar trúverðugar ásakanir um barnaníð fyrir hendi. Frans páfi (t.v.) og McCarrick fallast í faðma í september árið 2015. Bandaríski kardinálinn sagði af sér árið 2018 og svipti Frans hann hempunni ári síðar.AP/Jonathan Newton/Washington Post Segist ekki minnast barnaníðs McCarrick er níræður og býr í einangrun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki sagst minnast þess að hafa misnotað börn en hefur ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um að hann hafi beitt fullorðna karlmenn kynferðisofbeldi. Fjöldi karlmanna hafa þó sakað hann um að hafa misnotað sig í strandhúsi í New Jersey. Einn þeirra segir að McCarrick hafi misnotað sig þegar hann var enn barn að aldri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Komið hefur fram að kaþólska kirkjan greiddi fé til að ná sátt í tveimur málum gegn McCarrick að minnsta kosti. Hundruð kaþólska presta og biskupa hafa verið sakaðir um að misnota börn kynferðislega yfir margra áratuga skeið undanfarin ár. Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum. Jóhannes Páll annar er sagður hafa vitað af ásökunum heilum tveimur áratugum áður en kardinálinn hrökklaðist loks úr embætti. Áfellisdómur er felldur yfir æðstu stjórnendum kaþólsku kirkjunnar í skýrslu um viðbrögð hennar við kynferðisbrotum Theodore E. McCarrick, bandarískum fyrrverandi kardinála. Þeir eru sagðir hafa kosið að trúa McCarrick og misvísandi fullyrðingum biskupa þegar þeir hækkuðu hann í æðstu tign innan kirkjunnar. McCarrick var einn áhrifamesti kardinálinn innan kaþólsku kirkjunnar áður en ásakanirnar á hendur honum komust í hámæli árið 2017. Hann var erkibiskup í Washington-borg frá 2001 til 2006. McCarrick sagði af sér árið 2018 en Frans páfi svipti hann hempunni í fyrra. Rannsókn Páfagarðs leiddi í ljós að McCarrick hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn börnum og fullorðnum og misnotað vald sitt þegar hann var prestur í New York á áttunda áratug síðustu aldar. Svo langt er liðið frá brotunum að talið er að þau séu fyrnd og McCarrick verði því ekki ákærður í Bandaríkjunum. Falskar og misvísandi upplýsingar bandarískar biskupa Í skýrslunni um brot McCarrick, sem Frans páfi óskaði eftir árið 2018, kemur fram að „trúverðugar vísbendingar“ um að McCarrick hefði misnotað börn hefðu ekki komið fram fyrr en árið 2017. Engu að síður hefðu æðstu stjórnendum kirkjunnar verið kunnugt um þráláta orðróma þess efnis að McCarrick hefði misnotað fullorðna karlkyns guðfræðinema eftir að hann varð biskup snemma á níunda áratugnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skýrsluhöfundar hlífa Frans páfa að mestu en skella skuldinni á forvera hans, þá Benedikt sextánda og sérstaklega Jóhannes Pál annan. Pólski páfinn, sem var síðar tekinn í dýrlingatölu, trúði neitunum McCarrick og veitti honum stöðuhækkanir. „Jóhannes Páll páfi annar tók persónulega ákvörðun um að skipa McCarrick,“ segir í skýrslunni. Það hafi hann gert þrátt fyrir að hafa fengið bréf frá John O‘Connor kardinála og þáverandi erkibiskup í New York um ásakanir á hendur McCarrick. Á meðal ásakananna var að McCarrick væri barnaníðingur. Páfinn er sagður hafa látið rannsaka ásakanirnar. Biskuparnir sem rannsökuðu málið sögðu McCarrick hafa deilt rúmi með ungum karlmönnum en að þeir vissu ekki hvort að misnotkun hefði átt sér stað. Skýrsluhöfundar telja að þær upplýsingar biskupanna til páfa hafi verið misvísandi. Þrír af fjórum bandarískum biskupum sem var falið að rannsaka ásakanirnar hafi látið páfa fá rangar eða ófullnægjandi upplýsingar, að því er kemur fram í frétt New York Times um skýrsluna. Benedikt páfi, sem sagði af sér árið 2013, er talinn hafa hafnað því að rannsaka McCarrick þar sem hann taldi engar trúverðugar ásakanir um barnaníð fyrir hendi. Frans páfi (t.v.) og McCarrick fallast í faðma í september árið 2015. Bandaríski kardinálinn sagði af sér árið 2018 og svipti Frans hann hempunni ári síðar.AP/Jonathan Newton/Washington Post Segist ekki minnast barnaníðs McCarrick er níræður og býr í einangrun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki sagst minnast þess að hafa misnotað börn en hefur ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um að hann hafi beitt fullorðna karlmenn kynferðisofbeldi. Fjöldi karlmanna hafa þó sakað hann um að hafa misnotað sig í strandhúsi í New Jersey. Einn þeirra segir að McCarrick hafi misnotað sig þegar hann var enn barn að aldri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Komið hefur fram að kaþólska kirkjan greiddi fé til að ná sátt í tveimur málum gegn McCarrick að minnsta kosti. Hundruð kaþólska presta og biskupa hafa verið sakaðir um að misnota börn kynferðislega yfir margra áratuga skeið undanfarin ár.
Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira