Vangaveltur um að „síðasti dansinn“ hjá Ronaldo og Messi gæti orðið í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 12:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi börðust á Spáni í níu tímabil með Real Madrid og Barcelona. Getty/ Victor Carretero Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira