Ljótar lýsingar í nauðgunarmáli á skemmtistað í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 11:00 Frá eftirliti lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður er sakaður um að hafa á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar í fyrra nauðgað konu. Lýsingar í ákæru málsins eru grófar og ástæða til að vara lesendur við lýsingum að neðan. Hlaut konan töluverða áverka við árásina eftir því sem fram kemur í ákæru. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag en karlmaðurinn neitar sök. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi komið að konunni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni staðarins. Kyssti hann hana, leiddi inn á salernið og inn á salernisbás. Þar á hann að hafa lagt hönd hennar á ber kynfæri sín, dregið niður um hana buxurnar og stungið fingum í leggöng hennar. Sneri hann konunni síðan við og þvingaði eða reyndi að þvinga lim sínum inn í leggöng hennar. Reyndi hann í framhaldinu að láta konuna hafa við sig munnmök en þá komst konan undan. Á meðan á þessu stóð hafi karlmaðurinn gripið um hár konunnar. Hún hafi ítrekað með orðum og athöfnum reynt að fá karlmanninn til að láta af háttseminni. Hlaut hún hálfs sentímetra sprungu ofan sníps auk roða, sárs og mars á meyjarhafti og tveggja millimetra sprungu á spöng. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi beitt konuna og ólögmætri nauðung auk þess að nýta sér yfirburði vegna aðstöðu- og aflsmunar Farið er fram á fimm milljóna króna miskabætur fyrir hönd konunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er aðalmeðferð í málinu ekki lokið. Þegar henni lýkur má reikna með um fjórum vikum þar til dómur verður kveðinn upp. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Næturlíf Kynferðisofbeldi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Karlmaður er sakaður um að hafa á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar í fyrra nauðgað konu. Lýsingar í ákæru málsins eru grófar og ástæða til að vara lesendur við lýsingum að neðan. Hlaut konan töluverða áverka við árásina eftir því sem fram kemur í ákæru. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag en karlmaðurinn neitar sök. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi komið að konunni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni staðarins. Kyssti hann hana, leiddi inn á salernið og inn á salernisbás. Þar á hann að hafa lagt hönd hennar á ber kynfæri sín, dregið niður um hana buxurnar og stungið fingum í leggöng hennar. Sneri hann konunni síðan við og þvingaði eða reyndi að þvinga lim sínum inn í leggöng hennar. Reyndi hann í framhaldinu að láta konuna hafa við sig munnmök en þá komst konan undan. Á meðan á þessu stóð hafi karlmaðurinn gripið um hár konunnar. Hún hafi ítrekað með orðum og athöfnum reynt að fá karlmanninn til að láta af háttseminni. Hlaut hún hálfs sentímetra sprungu ofan sníps auk roða, sárs og mars á meyjarhafti og tveggja millimetra sprungu á spöng. Í ákærunni segir að karlmaðurinn hafi beitt konuna og ólögmætri nauðung auk þess að nýta sér yfirburði vegna aðstöðu- og aflsmunar Farið er fram á fimm milljóna króna miskabætur fyrir hönd konunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er aðalmeðferð í málinu ekki lokið. Þegar henni lýkur má reikna með um fjórum vikum þar til dómur verður kveðinn upp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Næturlíf Kynferðisofbeldi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira