Viðhorf til kynjanna jafnast í Bretlandi og Kanada Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 22:51 Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi World Political Leaders, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður framkvæmdastjórnar heimsþings kvenleiðtoga, stýrðu þinginu 2020 úr Hörpu en þingið fór að öðru leyti fram rafrænt. aðsend mynd Kanada og Bretland eru þau ríki af G-7 ríkjunum svokölluðu þar sem viðhorf til kvenna og karla í leiðtogahlutverkum mælist hvað jafnast samkvæmt nýjum niðurstöðum Reykjavik Index for leadership. Viðhorfsmunurinn mælist hins vegar mestur á Indlandi, í Kenía og í Nígeríu. Nýjar vísitölur Reykjavik Index for leadership voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lauk í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan er kynnt en að þessu sinni fór heimsþingið alfarið fram rafrænt í ljósi kórónuveirufaraldursins en henni var þó stýrt frá Hörpu í Reykjavík. „Vísitalan er unnin í samstarfi við alþjóða rannsóknarfyrirtækið Kantar og metur hún viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í mismunandi starfsgreinum. Vísitalan er birt á kvarðanum upp í 100 sem endurspeglar að allt samfélagið telur að konur og karlar séu jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að í ár er viðhorf til kvenna í ólíkum starfsgreinum að dala,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Kanada og Bretland eru með vísitöluna 81 en á Indlandi er vísitalan 68, 53 í Kenía og 47 í Nígeríu. Samkvæmt rannsókninni eiga konur mestan möguleika á að hasla sér völl á sviði vísinda, fjölmiðla og fjármála. Þá var heimskortið Women‘s World Atlas einnig kynnt en kortinu er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eftir starfsgreinum en einungis 2% forstjóra í heiminum eru konur. Á heimsþinginu í ár var sérstök áhersla á áhrif heimsfaraldursins á konur. „ljóst er að faraldurinn hefur meiri áhrif á konur og hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40% á heimsvísu. Atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn,“ segir í tilkynningunni. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð Á heimsþinginu fengu sex kvenleiðtogar brautryðjendaverðlaun, Trail Blazer‘s Award. Í ár féllu verðlaunin í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Joyce Banda fyrrverandi forseta Malawi, Laura Chinchilla Mirand, fyrrverandi forsætisráðherra Costa Rica, Michèle Pierre-Louis, fyrrverandi forsætisráðherra Haiti og Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. Þá var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Heimsþings kvenleiðtoga, heiðruð sérstaklega fyrir störf sín í þágu kvenna með brjóstakrabbamein en „Power Together“-verðlaunin í ár voru tileinkuð alþjóðlegu hreyfingunni The Pink Ribbon. Jafnréttismál Vinnumarkaður Utanríkismál Stjórnun Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Kanada og Bretland eru þau ríki af G-7 ríkjunum svokölluðu þar sem viðhorf til kvenna og karla í leiðtogahlutverkum mælist hvað jafnast samkvæmt nýjum niðurstöðum Reykjavik Index for leadership. Viðhorfsmunurinn mælist hins vegar mestur á Indlandi, í Kenía og í Nígeríu. Nýjar vísitölur Reykjavik Index for leadership voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lauk í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan er kynnt en að þessu sinni fór heimsþingið alfarið fram rafrænt í ljósi kórónuveirufaraldursins en henni var þó stýrt frá Hörpu í Reykjavík. „Vísitalan er unnin í samstarfi við alþjóða rannsóknarfyrirtækið Kantar og metur hún viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í mismunandi starfsgreinum. Vísitalan er birt á kvarðanum upp í 100 sem endurspeglar að allt samfélagið telur að konur og karlar séu jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að í ár er viðhorf til kvenna í ólíkum starfsgreinum að dala,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Kanada og Bretland eru með vísitöluna 81 en á Indlandi er vísitalan 68, 53 í Kenía og 47 í Nígeríu. Samkvæmt rannsókninni eiga konur mestan möguleika á að hasla sér völl á sviði vísinda, fjölmiðla og fjármála. Þá var heimskortið Women‘s World Atlas einnig kynnt en kortinu er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eftir starfsgreinum en einungis 2% forstjóra í heiminum eru konur. Á heimsþinginu í ár var sérstök áhersla á áhrif heimsfaraldursins á konur. „ljóst er að faraldurinn hefur meiri áhrif á konur og hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40% á heimsvísu. Atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn,“ segir í tilkynningunni. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð Á heimsþinginu fengu sex kvenleiðtogar brautryðjendaverðlaun, Trail Blazer‘s Award. Í ár féllu verðlaunin í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Joyce Banda fyrrverandi forseta Malawi, Laura Chinchilla Mirand, fyrrverandi forsætisráðherra Costa Rica, Michèle Pierre-Louis, fyrrverandi forsætisráðherra Haiti og Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. Þá var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Heimsþings kvenleiðtoga, heiðruð sérstaklega fyrir störf sín í þágu kvenna með brjóstakrabbamein en „Power Together“-verðlaunin í ár voru tileinkuð alþjóðlegu hreyfingunni The Pink Ribbon.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Utanríkismál Stjórnun Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira