Feðgarnir Gummi Ben og Albert í skemmtilegu innslagi hjá UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 13:11 Guðmundur Benediktsson ræðir son sinn Albert í myndbandinu og þá staðreynd að hann er nú kominn í íslenska A-landsliðið. Skjámynd/Yotube/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hitaði upp fyrir umspilsleik Íslands og Ungverjalands í kvöld með skemmtilegu innslagi um fótboltafeðgana Guðmundur Benediktsson og Albert GUðmundsson. Guðmundur og Albert munu báðir koma að leiknum mikilvæga á móti Ungverjum í kvöld þar sem íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á Evrópumótið næsta sumar. Albert verður væntanlega á varamannabekknum tilbúinn að koma inn á völlinn en Gummi Ben mun lýsa leiknum fyrir Íslendinga á Stöð 2 Sport. Það styttist í stóru stundina!Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19:45 í dag í úrslitaleik um sæti á EM 2020! Hér er smá upphitun fyrir leikinn frá UEFA.A feature from UEFA´s EQ TV show before the big match today!#fyririslandhttps://t.co/Sr9azXQltO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020 „Ég ætlaði að verða heimsfrægur knattspyrnumaður en í staðinn varð ég heimsfrægur fyrir að vera klikkaði lýsandinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson í viðtalinu. Gummi Ben sló náttúrulega í gegn þegar hann missti sig við að lýsa sigurleikjum á móti Austurríki og Englandi á Evrópumótinu sumarið 2016. Í myndbandinu er rifjuð upp saga þessara miklu knattspyrnufjölskyldu en langafi Alberts Guðmundssonar og nafni var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í einni af stóru deildunum í Evrópu. Albert var líka sá fyrsti sem skoraði fyrir íslenska landsliðið. Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur í fyrsta landsleik sínum aðeins nítján ára gamall en var eins óheppinn með meiðsli og menn geta orðið. Þetta fyrsta mark hans á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sýnt í myndbandinu en að skoraði hann á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1994 og tryggði Íslandi þá 1-0 sigur. Hitt landsliðsmark Guðmundar á móit Kýpyr árið 1996 er einnig sýnt. Það er viðtal við bæði Guðmund og Albert en það er líka sýndar myndir af Alberti þegar hann var mjög ungur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag með fótboltafeðgunum. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hitaði upp fyrir umspilsleik Íslands og Ungverjalands í kvöld með skemmtilegu innslagi um fótboltafeðgana Guðmundur Benediktsson og Albert GUðmundsson. Guðmundur og Albert munu báðir koma að leiknum mikilvæga á móti Ungverjum í kvöld þar sem íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á Evrópumótið næsta sumar. Albert verður væntanlega á varamannabekknum tilbúinn að koma inn á völlinn en Gummi Ben mun lýsa leiknum fyrir Íslendinga á Stöð 2 Sport. Það styttist í stóru stundina!Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19:45 í dag í úrslitaleik um sæti á EM 2020! Hér er smá upphitun fyrir leikinn frá UEFA.A feature from UEFA´s EQ TV show before the big match today!#fyririslandhttps://t.co/Sr9azXQltO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020 „Ég ætlaði að verða heimsfrægur knattspyrnumaður en í staðinn varð ég heimsfrægur fyrir að vera klikkaði lýsandinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson í viðtalinu. Gummi Ben sló náttúrulega í gegn þegar hann missti sig við að lýsa sigurleikjum á móti Austurríki og Englandi á Evrópumótinu sumarið 2016. Í myndbandinu er rifjuð upp saga þessara miklu knattspyrnufjölskyldu en langafi Alberts Guðmundssonar og nafni var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í einni af stóru deildunum í Evrópu. Albert var líka sá fyrsti sem skoraði fyrir íslenska landsliðið. Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur í fyrsta landsleik sínum aðeins nítján ára gamall en var eins óheppinn með meiðsli og menn geta orðið. Þetta fyrsta mark hans á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sýnt í myndbandinu en að skoraði hann á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1994 og tryggði Íslandi þá 1-0 sigur. Hitt landsliðsmark Guðmundar á móit Kýpyr árið 1996 er einnig sýnt. Það er viðtal við bæði Guðmund og Albert en það er líka sýndar myndir af Alberti þegar hann var mjög ungur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag með fótboltafeðgunum. watch on YouTube
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira