Hver er þín málstefna? Ármann Jakobsson og Eva María Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2020 08:01 Dagur íslenskrar tungu er aðeins einu sinni á ári en þennan dag fögnum við málinu og öllum dögunum sem við eigum það og þökkum fyrir að eiga móðurmál sem er fallegt, margslungið og einkar nytsamlegt. Markmiðið á að vera að geta notað málið í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskan þrífst best ef hún er mikið notuð og af áhuga. Hvert og eitt okkar getur hugleitt hvaða málstefnu við fylgjum í daglegu lífi og spurt okkur sjálf þessara og fleiri spurninga: Hvernig íslensku reynum við að tala? Hugsum við um hvernig er best að orða hlutina? Óttumst við að tjá okkur á móðurmálinu? Finnst okkur það stundum kjánalegt? Leitum við nýrra orða yfir ný fyrirbæri? Erum við dugleg að leita upplýsinga um málið t.d. á netinu? Slettum við orðum úr öðrum tungumálum? Hvers vegna? Tjáum við okkur á íslensku þegar við skrifum t.d. færslur á samfélagsmiðla? Svörum við á ensku ef við erum ávörpuð með hreim eða höldum að við séum að tala við útlending? Reynum við að tala um ólík málefni við börn og ungmenni? Hvetjum við aðra til að tjá sig á íslensku, meðal annars með því að gera það sjálf? Tölum við fyrst og fremst um tunguna með því að leiðrétta villur annarra? Lesum við margs konar texta á íslensku? Horfum við á myndefni á íslensku eða með íslenskum texta? Á hvaða sviðum notum við síst íslenskt mál? Mætti breyta því? Svör við ofangreindum spurningum getur hver og einn átt fyrir sig. En þegar við leiðum hugann eitt andartak að afstöðu okkar til málsins styrkjum við tengslin við það og um leið stöðu þess í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu hentar prýðisvel til þess. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu er aðeins einu sinni á ári en þennan dag fögnum við málinu og öllum dögunum sem við eigum það og þökkum fyrir að eiga móðurmál sem er fallegt, margslungið og einkar nytsamlegt. Markmiðið á að vera að geta notað málið í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskan þrífst best ef hún er mikið notuð og af áhuga. Hvert og eitt okkar getur hugleitt hvaða málstefnu við fylgjum í daglegu lífi og spurt okkur sjálf þessara og fleiri spurninga: Hvernig íslensku reynum við að tala? Hugsum við um hvernig er best að orða hlutina? Óttumst við að tjá okkur á móðurmálinu? Finnst okkur það stundum kjánalegt? Leitum við nýrra orða yfir ný fyrirbæri? Erum við dugleg að leita upplýsinga um málið t.d. á netinu? Slettum við orðum úr öðrum tungumálum? Hvers vegna? Tjáum við okkur á íslensku þegar við skrifum t.d. færslur á samfélagsmiðla? Svörum við á ensku ef við erum ávörpuð með hreim eða höldum að við séum að tala við útlending? Reynum við að tala um ólík málefni við börn og ungmenni? Hvetjum við aðra til að tjá sig á íslensku, meðal annars með því að gera það sjálf? Tölum við fyrst og fremst um tunguna með því að leiðrétta villur annarra? Lesum við margs konar texta á íslensku? Horfum við á myndefni á íslensku eða með íslenskum texta? Á hvaða sviðum notum við síst íslenskt mál? Mætti breyta því? Svör við ofangreindum spurningum getur hver og einn átt fyrir sig. En þegar við leiðum hugann eitt andartak að afstöðu okkar til málsins styrkjum við tengslin við það og um leið stöðu þess í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu hentar prýðisvel til þess. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar