Sjáðu blaðamannafund Íslands: Hamrén tilkynnti að hann myndi hætta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 13:25 Erik Hamrén ræðir við fjölmiðla nú eftir skamma stund. STÖÐ 2 SPORT Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. Í spilaranum má sjá blaðamananfund Íslands í heild sinni neðst í fréttinni. Hamrén vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu og frekar ræða leikinn gegn Dönum á morgun. Öll ræðuhöld yrðu geymd þangað til eftir leikinn gegn Englandi í næstu viku. Hann sagði að markmiðið hefði alltaf verið að komast á Evrópumótið og hætta svo í kjölfarið. Þar sem Ísland hafi ekki náð að tryggja sér sæti á mótinu þá myndi hann hætta núna. Aron Einar viðurkenndi að það væri erfitt fyrir leikmenn að gíra sig upp í komandi leiki eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikmenn væru þó búnir að setjast niður, ræða saman og væru hægt og rólega að verða tilbúnir að nýju. Varðandi meiðslin sem Aron varð fyrir þá segist hann vera betri en ekki viss hvort hann sé klár á morgun. Þá hrósaði fyrirliðinn Hamrén í hástert og sagði að samstarfið hefði verið frábært. Hann telur Hamrén hafa farið í gegnum mikið mótlæti sem þjálfari Íslands en lykilmenn hafa verið meiddir, spilað lítið hjá félagsliðum og svo hefur kórónufaraldurinn ekki hjálpað til. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. Í spilaranum má sjá blaðamananfund Íslands í heild sinni neðst í fréttinni. Hamrén vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu og frekar ræða leikinn gegn Dönum á morgun. Öll ræðuhöld yrðu geymd þangað til eftir leikinn gegn Englandi í næstu viku. Hann sagði að markmiðið hefði alltaf verið að komast á Evrópumótið og hætta svo í kjölfarið. Þar sem Ísland hafi ekki náð að tryggja sér sæti á mótinu þá myndi hann hætta núna. Aron Einar viðurkenndi að það væri erfitt fyrir leikmenn að gíra sig upp í komandi leiki eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikmenn væru þó búnir að setjast niður, ræða saman og væru hægt og rólega að verða tilbúnir að nýju. Varðandi meiðslin sem Aron varð fyrir þá segist hann vera betri en ekki viss hvort hann sé klár á morgun. Þá hrósaði fyrirliðinn Hamrén í hástert og sagði að samstarfið hefði verið frábært. Hann telur Hamrén hafa farið í gegnum mikið mótlæti sem þjálfari Íslands en lykilmenn hafa verið meiddir, spilað lítið hjá félagsliðum og svo hefur kórónufaraldurinn ekki hjálpað til. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Sjá meira