Alfons við það að skrá sig í sögubækurnar í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 11:46 Alfons hefur vart getað látið sig dreyma um árangurinn á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Hér er hann í Evrópuleik gegn AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni sem og U21 árs landsliðs Íslands, er við við það að skrá sig í sögubækur norskrar knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum. Liðið trónir á toppi deildarinnar og er aðeins stigi frá því að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil þó enn séu sex umferðir eftir. Framganga liðsins hefur verið það góð að Rory Smith sem starfar hjá The New York Times ákvað aðeins að fjalla um þetta öskubuskuævintýri. Þar er farið yfir víðan völl, hvernig lið í bæ með 50 þúsund íbúa er við það að landa sínum fyrsta meistaratitli. Spilamennskuna sem hefur skilað 21 sigri í 24 leikjum og 83 mörkum ásamt svo mörgu öðru. Bodø/Glimt are the best story in Europe this season, and literally the perfect underdog: home-grown team, kamikaze style, family ties. They're about to win their first ever title in the one year when stadiums are (all but) empty. https://t.co/e2ZSqW6Ur1— Rory Smith (@RorySmith) November 8, 2020 Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í þessu liði. Alfons Sampsted gekk til liðs við Bodö/Glimt fyrir tímabilið. Alfons er fæddur 1998 en hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2017. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og kom hann til að mynda heim og spilaði átta leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðablik sumarið 2019. Þar áður hafði hann verið á láni hjá liðum í sænsku B-deildinni en samdi svo við norska félagið eftir lánsdvölina í Kópavogi. Það var sannkallað heillaskref enda hefur hann átt góðu gengi að fagna í Noregi sem og með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann hefur leikið alls 29 leiki. Alfons ræddi við Fótbolti.net á dögunum og fór yfir þetta magnaða tímabil. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta hefur verið draumi líkast. Það er skemmtileg stemning í bænum. Það er jákvæðni og allir mjög glaðir hvernig er búið að vera að ganga. Þetta hefur vakið athygli á ótrúlegustu stöðum.“ „Við erum með þannig hugarfar að við förum inn í leikinn til að spila skemmtilegan fótbolta og skila eins góðri frammistöðu og hægt er. Hingað til hefur kerfið okkar virkað það vel og við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta.“ sagði hægri bakvörðurinn öflugi við Fótbolti.net. „Tækifærin voru takmörkuð í Svíþjóð. Ég nýtti tímann til að bæta mig sem leikmaður en maður vill spila leiki á endanum. Það er komið núna og það er mjög gaman. Ég fann það mjög fljótlega að ég henta vel í þessu kerfi. Strákarnir eru opnir og mjög móttækilegir fyrir manni. Ég kom inn í hópinn og leið mjög fljótlega eins og heima,“ sagði Alfons að lokum um vistaskiptin til Noregs. Alfons í leik með A-landsliðinu gegn Belgíu.EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Viðtal Fótbolti.net við Alfons má lesa í heild sinni hér. Alfons og liðsfélagar hans í U21 árs landsliði Íslands eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í þeim aldursflokki. Mæta þeir Írlandi ytra á morgun, sunnudag. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Alfons Sampsted, hægri bakvörður Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni sem og U21 árs landsliðs Íslands, er við við það að skrá sig í sögubækur norskrar knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum. Liðið trónir á toppi deildarinnar og er aðeins stigi frá því að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil þó enn séu sex umferðir eftir. Framganga liðsins hefur verið það góð að Rory Smith sem starfar hjá The New York Times ákvað aðeins að fjalla um þetta öskubuskuævintýri. Þar er farið yfir víðan völl, hvernig lið í bæ með 50 þúsund íbúa er við það að landa sínum fyrsta meistaratitli. Spilamennskuna sem hefur skilað 21 sigri í 24 leikjum og 83 mörkum ásamt svo mörgu öðru. Bodø/Glimt are the best story in Europe this season, and literally the perfect underdog: home-grown team, kamikaze style, family ties. They're about to win their first ever title in the one year when stadiums are (all but) empty. https://t.co/e2ZSqW6Ur1— Rory Smith (@RorySmith) November 8, 2020 Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í þessu liði. Alfons Sampsted gekk til liðs við Bodö/Glimt fyrir tímabilið. Alfons er fæddur 1998 en hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2017. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og kom hann til að mynda heim og spilaði átta leiki með uppeldisfélagi sínu Breiðablik sumarið 2019. Þar áður hafði hann verið á láni hjá liðum í sænsku B-deildinni en samdi svo við norska félagið eftir lánsdvölina í Kópavogi. Það var sannkallað heillaskref enda hefur hann átt góðu gengi að fagna í Noregi sem og með U21 árs landsliði Íslands þar sem hann hefur leikið alls 29 leiki. Alfons ræddi við Fótbolti.net á dögunum og fór yfir þetta magnaða tímabil. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta hefur verið draumi líkast. Það er skemmtileg stemning í bænum. Það er jákvæðni og allir mjög glaðir hvernig er búið að vera að ganga. Þetta hefur vakið athygli á ótrúlegustu stöðum.“ „Við erum með þannig hugarfar að við förum inn í leikinn til að spila skemmtilegan fótbolta og skila eins góðri frammistöðu og hægt er. Hingað til hefur kerfið okkar virkað það vel og við höfum spilað mjög skemmtilegan fótbolta.“ sagði hægri bakvörðurinn öflugi við Fótbolti.net. „Tækifærin voru takmörkuð í Svíþjóð. Ég nýtti tímann til að bæta mig sem leikmaður en maður vill spila leiki á endanum. Það er komið núna og það er mjög gaman. Ég fann það mjög fljótlega að ég henta vel í þessu kerfi. Strákarnir eru opnir og mjög móttækilegir fyrir manni. Ég kom inn í hópinn og leið mjög fljótlega eins og heima,“ sagði Alfons að lokum um vistaskiptin til Noregs. Alfons í leik með A-landsliðinu gegn Belgíu.EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Viðtal Fótbolti.net við Alfons má lesa í heild sinni hér. Alfons og liðsfélagar hans í U21 árs landsliði Íslands eiga enn möguleika á að komast í umspil um sæti á Evrópumótinu í þeim aldursflokki. Mæta þeir Írlandi ytra á morgun, sunnudag.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira