Hamilton heimsmeistari í sjöunda skipti | Jafnar met Schumacher | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2020 12:31 Hamilton fagnar því að hafa orðið heimsmeistari í sjöunda sinn. Dan Istitene/Getty Images Lewis Hamilton vann Formúlu 1 kappakstur helgarinnar sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi. Með því tryggði hann sér sinn sjöunda heimsmeistaratitil. Þar með hefur hann jafnað met þýsku goðsagnarinnar Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla í F1. He did it. He really did it. pic.twitter.com/32lPUlBRbp— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) November 15, 2020 Hinn 35 ára gamli Hamilton tryggði sér sigurinn nokkuð örugglega í dag. Sergio Pérez var í öðru sæti og Sebastian Vettel hjá Ferrari var stal þriðja sætinu alveg undir lokin. „Maðurinn frá Stevenage er orðinn sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi,“ segir Jack Nicholls sem lýsti kappakstrinum fyrir BBC. „Þetta er fyrir alla krakkana þarna úti sem dreymir um hið ómögulega, þið getið gert það líka. Þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ sagði Hamilton er það var ljóst að hann hefði unnið. Var hann hágrátandi er hann komst úr bílnum og hljóp beint til samstarfsmanna sinna hjá Mercedes. Hamilton stekkur í faðm samstarfsmanna sinna.by Bryn Lennon/Getty Images Fyrir á tímabilinu hafði Hamilton bætt met Schumacher yfir flesta sigra í sögu Formúlu 1 keppna. Nú hefur hann jafnað Þjóðverjann í fjölda heimsmeistaratitla og ef hann ákveður að halda áfram eru allar líkur að hann bæti þeim áttunda í safnið áður. DREAM THE IMPOSSIBLETo writing history. To making legends.#S7illRising pic.twitter.com/VsR8S3SwB6— Formula 1 (@F1) November 15, 2020 Hamilton hefur þó gefið í skyn að ekki sé víst hvort hann verði áfram hjá Mercedes, eða yfir höfuð í Formúlu 1. Formúla Bretland Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton vann Formúlu 1 kappakstur helgarinnar sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi. Með því tryggði hann sér sinn sjöunda heimsmeistaratitil. Þar með hefur hann jafnað met þýsku goðsagnarinnar Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla í F1. He did it. He really did it. pic.twitter.com/32lPUlBRbp— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) November 15, 2020 Hinn 35 ára gamli Hamilton tryggði sér sigurinn nokkuð örugglega í dag. Sergio Pérez var í öðru sæti og Sebastian Vettel hjá Ferrari var stal þriðja sætinu alveg undir lokin. „Maðurinn frá Stevenage er orðinn sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi,“ segir Jack Nicholls sem lýsti kappakstrinum fyrir BBC. „Þetta er fyrir alla krakkana þarna úti sem dreymir um hið ómögulega, þið getið gert það líka. Þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ sagði Hamilton er það var ljóst að hann hefði unnið. Var hann hágrátandi er hann komst úr bílnum og hljóp beint til samstarfsmanna sinna hjá Mercedes. Hamilton stekkur í faðm samstarfsmanna sinna.by Bryn Lennon/Getty Images Fyrir á tímabilinu hafði Hamilton bætt met Schumacher yfir flesta sigra í sögu Formúlu 1 keppna. Nú hefur hann jafnað Þjóðverjann í fjölda heimsmeistaratitla og ef hann ákveður að halda áfram eru allar líkur að hann bæti þeim áttunda í safnið áður. DREAM THE IMPOSSIBLETo writing history. To making legends.#S7illRising pic.twitter.com/VsR8S3SwB6— Formula 1 (@F1) November 15, 2020 Hamilton hefur þó gefið í skyn að ekki sé víst hvort hann verði áfram hjá Mercedes, eða yfir höfuð í Formúlu 1.
Formúla Bretland Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira