Handbolti

Góður sigur Gum­mers­bach | Arnór Þór með fjögur mörk í tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Þór Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ernir

Íslendingalið Gummersbach vann góðan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Í úrvalsdeildeinni tapaði Arnór Þór Gunnarsson fyrir Kiel.

Gummersbach er á góðu skriði undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Liðið trónir á toppi þýsku B-deildarinnar eftir tveggja marka sigur á Hamburg í dag, lokatölur 23-21. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach sem er jafnt Hamm-Westfalen með 12 stig á toppi deildarinnar.

Bæði lið hafa leikið sex leiki.

Bergischer tók á móti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir að staðan var jöfn, 15-15, í hálfleik þá var það svo að gestirnir voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Er flautað var til leiksloka þá var Kiel fimm mörkum yfir, lokatölur 32-27 gestunum í vil.

Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður Bergischer og íslenska landsliðsins, skoraði fjögur mörk í leiknum.

Eftir sigur dagsins er Kiel í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Rhein-Neckar Löwen ásamt því að eiga leik til góða. Bergischer er í 12. sæti að loknum sjö leikjum. Arnór Þór og félagar hafa unnið þrjá, gert eitt jafntefli og nú tapað þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×