Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir með afa sínum Helga Ágústssyni. Instagram/@katrintanja Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira