Lestur landsmanna eykst milli ára Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 07:40 Könnunin sýnir að afkastamestu lesendurnir séu konur og barnafjölskyldur. Getty Landsmenn virðast lesa og hlusta meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Meðalfjöldi lesinna bóka er nú 2,5 á mánuði samanborið við 2,3 í fyrra. Könnunin sýnir að fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en í fyrri könnunum. Eru áhrif heimsfaraldurs merkjanleg á lestrarvenjur fólks; fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í dag, degi íslenskrar tungu. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að könnunin á lestrarvenjum landsmanna hafi verið gerð í samvinnu við helstu aðila á bókmennasviðinu. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá fyrra ári, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les. Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. 18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19.“ Konur lesa meira Á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta kemur fram að könnunin sýni að 72 prósent svarenda hafi lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum, samanborið við 66 prósent í fyrra. „Meðalfjöldi lesinna bóka á mánuði var 2,5 bækur í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra og 2 bækur að meðaltali í lestrarkönnun fyrir tveimur árum. Konur lesa fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,9 bók á mánuði. Lestur karla hefur þó aukist milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Um 78% kvenna höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur en 65% karla höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur síðastliðna 30 daga,“ segir í tilkynningunni. Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina og hún fór fram dagana 6. til 11. nóvember 2020. Úrtakið var 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri) og var svarhlutfallið 51 prósent. Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira
Landsmenn virðast lesa og hlusta meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Meðalfjöldi lesinna bóka er nú 2,5 á mánuði samanborið við 2,3 í fyrra. Könnunin sýnir að fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en í fyrri könnunum. Eru áhrif heimsfaraldurs merkjanleg á lestrarvenjur fólks; fólk á öllum aldri les meira núna en fyrir heimsfaraldurinn. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í dag, degi íslenskrar tungu. Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að könnunin á lestrarvenjum landsmanna hafi verið gerð í samvinnu við helstu aðila á bókmennasviðinu. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá fyrra ári, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að bókaauglýsingar, umfjöllun í fjölmiðlum og samtal um bækur hefur mikil áhrif á hvað fólk les. Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,5 bækur á mánuði í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra. Hlustun á hljóðbækur er meiri nú en í könnun frá fyrra ári. Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heimilinu og sami hópur notar mest bókasöfn. Heldur fleiri lesa nú eingöngu eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. Um 80% svarenda telur mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Aldurshópurinn 18 til 35 ára les oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku. Mikill meirihluti þjóðarinnar eða um 76% svarenda telja mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni úr auglýsingum, umfjöllun í fjölmiðlum og frá vinum og ættingjum. Um helmingur landsmanna nýtir sér þjónustu bókasafna. 18% þeirra sem lesa hefðbundnar bækur, lesa meira núna en fyrir Covid-19, sem og 24% fólks á eftirlaunaaldri. Og 36% þeirra sem nota hljóðbækur hlusta meira núna en fyrir Covid-19.“ Konur lesa meira Á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta kemur fram að könnunin sýni að 72 prósent svarenda hafi lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum, samanborið við 66 prósent í fyrra. „Meðalfjöldi lesinna bóka á mánuði var 2,5 bækur í samanburði við 2,3 bækur að meðaltali í lestrarkönnun í fyrra og 2 bækur að meðaltali í lestrarkönnun fyrir tveimur árum. Konur lesa fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,9 bók á mánuði. Lestur karla hefur þó aukist milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Um 78% kvenna höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur en 65% karla höfðu lesið eða hlustað á bók/bækur síðastliðna 30 daga,“ segir í tilkynningunni. Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina og hún fór fram dagana 6. til 11. nóvember 2020. Úrtakið var 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri) og var svarhlutfallið 51 prósent.
Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira