Það er kaldhæðinn tónn yfir færslu sem Jose Mourinho, stjóri Tottenham, setti á Instagram-síðu sína fyrr í dag.
Mourinho er ekki með marga leikmenn á æfingum Tottenham þessa daganna þar sem landsliðsverkefni eru í gangi.
Mourinho var í ræktinni í dag og setti mynd af sér taka vel á því.
„Mögnuð vika af fótbolta. Miklar tilfinningar í landsleikjunum, frábærir æfingaleikir og mikið öryggi,“ skrifaði Mourinho og hélt áfram.
„Niðurstöður úr COVID skimun eftir að leikirnir eru búnir, handahófskennt fólk hlaupandi um völlinn á meðan æfingarnir eru í gangi og svo margt fleira.“
„Eftir aðra æfingu með einungis sex leikmenn er tími til að hugsa um sjálfan sig,“ skrifaði Mourinho við myndina þar sem hann tók vel á því.