Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu vann í gær frækinn 2-1 sigur á Írum á útivelli.
Sigurinn gæti að endingu tryggt liðinu sæti á EM næsta vor en úrslit næstu tveggja daga verða að falla með íslenska liðinu.
Sveinn Aron Guðjohnsen kom Íslandi yfir eftir snilldar sendingu Jóns Dags Þorsteinssonar áður en Írarnir jöfnuðu.
Það var svo Fylkismaðurinn, sem nú leikur með Stromsgödset í Noregi, sem skoraði sigurmarkið í uppbótartímanum og tryggði sigurinn mikilvæga.
Allt það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.