KR-ingar fengu góðar fréttir í kvöld er að félagið greindi frá því að vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson hefði skrifað undir nýjan samning.
Samningur Kristins er til þriggja ára en síðasti samningur hans við Vesturbæjarstórveldið rann út eftir tímabilið.
Kristinn gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2018 eftir að hafa leikið með Breiðabliki og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2019.
Hann lék sextán leiki með liðinu í sumar en hann á að baki átta A-landsleiki.
Kristinn er annar bakvörðurinn á síðustu dögum sem framlengir samning sinn við félagið því Kennie Chopart framlengdi á dögunum samning sinn við félagið.
Kristinn Jónsson var að skrifa undir 3 ára samning nú rétt í þessu #allirsemeinn pic.twitter.com/U0qfMsAqC0
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) November 16, 2020