Sara vill hafa alla litina á disknum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir þarf að huga mikið um það sem hún borðar. Instagram/@sarasigmunds Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira