Fótbolti

Grikkir unnu Skota og nú þurfa ungu strákarnir „bara“ að treysta á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Fannar Baldursson, miðjumaðurinn ungi hjá Bologna á Ítalíu, hefur komið inn í U21-landsliðið og leikið sína fyrstu þrjá leiki fyrir það í haust, auk þess að spila sinn fyrsta A-landsleik.
Andri Fannar Baldursson, miðjumaðurinn ungi hjá Bologna á Ítalíu, hefur komið inn í U21-landsliðið og leikið sína fyrstu þrjá leiki fyrir það í haust, auk þess að spila sinn fyrsta A-landsleik. Getty/Harry Murphy

Grikkland vann 1-0 sigur á Skotlandi í riðli fjögur í undankeppni EM 2021 sem fer fram næsta vor. Þetta var góður sigur fyrir íslenska U21-árs landsliðið sem eygir því enn von á stórmóti á næsta ári.

Ísland hefur lokið leik í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu, var aflýst vegna stríðsástands í Armeníu og kórónuveirusmita í herbúðum armenska liðsins. Búist er við því að UEFA úrskurði Íslandi 3-0 sigur eða að Armenía verði dæmd úr keppni.

Ísland endar því í 2. sæti síns riðils, nema að Svíþjóð vinni Ítalíu á útivelli á morgun. Það er algjör lykilleikur upp á von Íslands um að komast á EM en fleira þurfti að koma til og úrslitin féllu fyrir Ísland í Grikklandi.

Skotar máttu ekki vinna Grikki á útivelli og það gerðu þeir ekki. Grikkarnir unnu 1-0 með marki á 27. mínútu frá Efthymios Christopoulos og komu þar af leiðandi Íslendingunum til hjálpar.

Fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast á EM og verður því Ísland eitt af fimm bestu vinni Svíþjóð ekki Ítalíu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×