Hamrén segir aldur íslenska liðsins ekki vandamál, heldur meiðslin og leikæfinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2020 11:31 Erik Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn gegn Englandi í kvöld. vísir/Hulda Margrét Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta sé ekki of gamalt og eigi nóg inni, að því gefnu að lykilmenn sleppi við meiðsli. Nokkuð hefur verið rætt um háan aldur íslenska liðsins. Í leiknum gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn voru t.a.m. aðeins tveir leikmenn af ellefu í byrjunarliði Íslands undir þrítugu. Hamrén lætur af störfum sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann ber leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna og segist hafa notið þess að vinna með þeim. „Leikmennirnir eru frábærir. Það hefur verið talað um að liðið sé of gamalt. Nei, ekki að mínu mati. Vandamálið er ekki aldurinn heldur of mörg meiðsli og of lítil leikæfing. Þessir leikmenn eru í kringum þrítugt og geta spilað í mörg ár í viðbót ef þeir sleppa við meiðsli,“ sagði Hamrén í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Ég hef kynnst leikmönnunum sem manneskjum og þeir eru líka frábærar manneskjur. Samhugurinn og viðhorfið sem þeir sýna er magnað.“ Hamrén segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari en það væri rétt ákvörðun, bæði fyrir hann og Ísland. Hamrén talaði afar vel um starfsfólk landsliðsins og Knattspyrnusambands Íslands í viðtalinu. „Ég hef notið þess til hins ítrasta að vinna með þessu teymi. Þetta er frábært fólk. Þetta er lítið land og það er ekki jafn margir sem vinna hjá Knattspyrnusambandinu miðað við aðrar þjóðir. En þau eru frábær og vinna þrjú til fjögur störf,“ sagði Hamrén. „Að hafa tekið þátt í svona mörgum stórum leikjum eins og stórþjóð. Ég er mjög hrifinn af því hvernig Ísland, þetta litla land, hefur búið til góða leikmenn. Þið hafið komist á EM og HM.“ Hamrén tók við íslenska landsliðinu haustið 2018 af Heimi Hallgrímssyni. Hann var þjálfaði áður sænska landsliðið og kom því á tvö Evrópumót. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Viðtal við Erik Hamrén
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira