Lífið

Innlit í Hvíta húsið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hvíta húsið er rúmlega fimm þúsund fermetrar. 
Hvíta húsið er rúmlega fimm þúsund fermetrar. 

Hvíta húsið er sem kunnugt bústaður forseta Bandaríkjanna hefur hefur Donald Trump haft aðsetur þar undanfarin fjögur ár.

Húsið er staðsett í Washington og er metið á um 400 milljónir dollara eða því sem samsvarar um fimmtíu og fimm milljarða íslenskra króna.

Þar má finna bíósal, blómabúð og súkkulaði verslun og margt fleira. En í húsinu munu vera nokkur leyniherbergi, herbergi sem meðal annars eru ætluð til að vernda forseta Bandaríkjanna. Fjallað er um húsið á YouTube-síðunni The Richest. Í húsinu má einnig finna líkamsræktarstöð og sérstakt tónlistarherbergi.

Nokkur svokölluð leyniherbergi eru í húsinu og má til að mynda finna svefnherbergi sem er ætlað fyrir Bretlandsdrottningu ef hún kæmi í heimsókn.

Húsið er alls rúmlega fimm þúsund fermetrar að stærð. Þar eru 132 herbergi og 32 baðherbergi á sex hæðum.

Hér að neðan má sá umfjöllun The Richest um Hvíta húsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×