Fyrsta andlát barns af völdum Covid í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 16:13 Barnið lést á sjúkrahúsi í Bergen. Vísir/getty Barn sem smitað var af kórónuveirunni lést í dag á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi. Barnið er það fyrsta sem deyr af völdum veirunnar í landinu, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Barnið var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, að sögn sjúkrahússins. Spítalinn hefur ekki veitt upplýsingar um aldur barnsins eða aðra hagi þess á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Líkt og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Covid-smitað barn deyr í Noregi - og raunar í fyrsta sinn sem einstaklingur yngri en 20 ára deyr vegna veirunnar, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla sem vísa í opinberar tölur. Eit barn innlagt på Haukeland universitetssjukehus døydde onsdag av covid-relatert sjukdom. Barnet hadde ein alvorlig bakenforliggande diagnose. - Av omsyn til personvernet og etter familien sitt ønske, kommenterer vi ikkje saken ytterlegare.— Haukeland (@haukeland_no) November 18, 2020 Bjørn Guldvog landlæknir í Noregi segir í samtali við norska dagblaðið VG í dag að fregnirnar af andláti barnsins séu afar sorglegar. Málið sé áminning um að Covid-sýking geti verið alvarleg í börnum sem glími við undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir andlát barnsins koma heim og saman við það sem þegar er vitað um sjúkdóminn. Málið undirstriki jafnframt mikilvægi sóttvarna sem miði að því að forða áhættuhópum frá sýkingu. Heilbrigðisráðherrann Bent Høie og forsætisráðherrann Erna Solberg hafa sent aðstandendum barnsins samúðarkveðjur. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Noregi frá upphafi faraldursins og um þrjú hundruð látist af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Barn sem smitað var af kórónuveirunni lést í dag á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi. Barnið er það fyrsta sem deyr af völdum veirunnar í landinu, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Barnið var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, að sögn sjúkrahússins. Spítalinn hefur ekki veitt upplýsingar um aldur barnsins eða aðra hagi þess á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Líkt og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Covid-smitað barn deyr í Noregi - og raunar í fyrsta sinn sem einstaklingur yngri en 20 ára deyr vegna veirunnar, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla sem vísa í opinberar tölur. Eit barn innlagt på Haukeland universitetssjukehus døydde onsdag av covid-relatert sjukdom. Barnet hadde ein alvorlig bakenforliggande diagnose. - Av omsyn til personvernet og etter familien sitt ønske, kommenterer vi ikkje saken ytterlegare.— Haukeland (@haukeland_no) November 18, 2020 Bjørn Guldvog landlæknir í Noregi segir í samtali við norska dagblaðið VG í dag að fregnirnar af andláti barnsins séu afar sorglegar. Málið sé áminning um að Covid-sýking geti verið alvarleg í börnum sem glími við undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir andlát barnsins koma heim og saman við það sem þegar er vitað um sjúkdóminn. Málið undirstriki jafnframt mikilvægi sóttvarna sem miði að því að forða áhættuhópum frá sýkingu. Heilbrigðisráðherrann Bent Høie og forsætisráðherrann Erna Solberg hafa sent aðstandendum barnsins samúðarkveðjur. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Noregi frá upphafi faraldursins og um þrjú hundruð látist af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira