Seðlabankinn telur kreppu ferðaþjónustunnar standa langt fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2020 20:36 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta taki við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar Seðlabankans. Atvinnuleysi verður meira og verðbólga hærri til lengri tíma. Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru þeir orðnir lægri en lægstu sögulegu vextir hingað til eða 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að lækkunin verði til að örva fjárfestingu. Hver er megin tilgangurinn með lækkun vaxta núna? „Við viljum örva hagkerfið. Við erum komin með gríðarlega mikinn samdrátt í efnahagslífið og mikið atvinnuleysi og við viljum bregðast við því," segir Ásgeir. Þannig hafði útflutningur á öðrum ársfjórðungi dregist saman um 40 prósent og er Ísland þar á toppnum með Portúgal og Spáni á meðan meðtals samdráttur í OECD ríkjum var í kring um 20 prósent. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina því eftir smá viðspyrnu í voru hefur staðan aftur versnað í yfirstandandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna með lækkun vaxta að undanförnu og öðrum aðgerðum hafa skilað sér vel inn á fasteignamarkaðinn síðustu mánuðina. „Það sem þarf núna er í rauninni meiri fyrirtækjalán og nýjar fjárfestingar. Við erum að vona það að vitneskja um bóluefni, að það sé á leiðinni, muni verða til þess að það skapist aðeins meiri vissa um framtíðina og við sjáum fyrirtæki byrja að fjárfesta. Við séum þá að sjá ný störf," segir seðlabankastjóri. Yfirstandandi bylja kórónuveirunnar hefur seinkað efnahagsbatanum að mati peningastefnunefndar sem spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár. Á punktalínunni á meðfylgjandi mynd sést hvernig bankinn spáði því í ágúst að landsframleiðsla færi að aukast hratt á næsta ári. En ný spá reiknar með að hagvexti seinki fram á lok næsta árs og verði ekki kominn á skrið fyrr en 2023. Þá fari verðbólga yfir fjögur prósent á næsta ári og verði ekki undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans fyrr en snemma árs 2022. Atvinnuleysi haldist mikið næstu misseri. „Við erum að gera ráð fyrir því núna að við séum ekki alveg að ná næsta sumri í ferðaþjónustu. Þetta gangi ekki nægjanlega hratt fyrir sig. Við erum ekki að sjá ferðaþjónustuna taka við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir að ferðaþjónusta taki við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar Seðlabankans. Atvinnuleysi verður meira og verðbólga hærri til lengri tíma. Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í morgun og eru þeir orðnir lægri en lægstu sögulegu vextir hingað til eða 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að lækkunin verði til að örva fjárfestingu. Hver er megin tilgangurinn með lækkun vaxta núna? „Við viljum örva hagkerfið. Við erum komin með gríðarlega mikinn samdrátt í efnahagslífið og mikið atvinnuleysi og við viljum bregðast við því," segir Ásgeir. Þannig hafði útflutningur á öðrum ársfjórðungi dregist saman um 40 prósent og er Ísland þar á toppnum með Portúgal og Spáni á meðan meðtals samdráttur í OECD ríkjum var í kring um 20 prósent. Enn hefur sigið á ógæfuhliðina því eftir smá viðspyrnu í voru hefur staðan aftur versnað í yfirstandandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankastjóri segir peningastefnuna með lækkun vaxta að undanförnu og öðrum aðgerðum hafa skilað sér vel inn á fasteignamarkaðinn síðustu mánuðina. „Það sem þarf núna er í rauninni meiri fyrirtækjalán og nýjar fjárfestingar. Við erum að vona það að vitneskja um bóluefni, að það sé á leiðinni, muni verða til þess að það skapist aðeins meiri vissa um framtíðina og við sjáum fyrirtæki byrja að fjárfesta. Við séum þá að sjá ný störf," segir seðlabankastjóri. Yfirstandandi bylja kórónuveirunnar hefur seinkað efnahagsbatanum að mati peningastefnunefndar sem spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár. Á punktalínunni á meðfylgjandi mynd sést hvernig bankinn spáði því í ágúst að landsframleiðsla færi að aukast hratt á næsta ári. En ný spá reiknar með að hagvexti seinki fram á lok næsta árs og verði ekki kominn á skrið fyrr en 2023. Þá fari verðbólga yfir fjögur prósent á næsta ári og verði ekki undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans fyrr en snemma árs 2022. Atvinnuleysi haldist mikið næstu misseri. „Við erum að gera ráð fyrir því núna að við séum ekki alveg að ná næsta sumri í ferðaþjónustu. Þetta gangi ekki nægjanlega hratt fyrir sig. Við erum ekki að sjá ferðaþjónustuna taka við sér fyrr en á seinni hluta næsta árs. Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur," segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira