Sjáðu hvað Sara valdi sem bestu minninguna sína á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir í viðtali eftir þessa frábæru frammistöðu sína. Skjámynd/Youtube/CrossFit Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira