RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 07:00 Frá Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Á myndinni má sjá flugvél Ómars Ragnarssonar sem var að störfum þar á sama tíma og Ragnar Axelsson. RAX „Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00