Orri Steinn Óskarsson hefur raðað inn mörkum fyrir unglingalið FCK eftir að hann kom til félagsins frá Gróttu í nóvember síðastliðnum.
Orri Steinn, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks, yfirgaf Gróttu eftir síðasta tímabil líkt og faðirinn. Óskar færði sig yfir í Kópavoginn en sonurinn fór til Danmerkur.
Framherjinn stóri og stæðilegi leikur með U17-ára liði FCK og hann var á skotskónum um helgina. Hann skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins er þeir rúlluðu yfir AaB, 6-1.
U17-drengene tog igen en storsejr i weekenden, da AaB blev sendt hjem fra Frederiksberg med et nederlag på 6-1 #fcklive https://t.co/GXhJeKKRjV
— F.C. København (@FCKobenhavn) November 17, 2020
Það má með sanni segja að unglingalið FCK leiki skemmtilegan sóknarbolta því liðið hefur skorað fimmtíu mörk í fyrstu tíu leikjum liðsins í deildinni. Níu sigurleikir og eitt jafntefli og eru þeir á toppi deildarinnar.
Þar hefur Orri skorað sinn skref af mörkum en hann hefur skorað þrettán af þeim fimmtíu mörkum sem ungu ljónin hafa skorað á leiktíðinni.