Gíbraltar og Færeyjar ofar en Ísland á forgangslistanum Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 11:01 Kári Árnason vonsvikinn eftir að hafa skallað rétt framhjá í síðasta leik Íslands í Þjóðadeildinni i ár, gegn Englandi. Getty/Carl Recine Eins dýrmæt og staða Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar reyndist liðinu í baráttunni um að komast á EM þá hjálpar Þjóðadeildin liðinu ekkert í baráttunni um að komast á HM. Lokastaða í Þjóðadeildinni réði því hvaða lið fóru í umspil um fjögur síðustu sætin á EM, umspilið sem Ísland lék í gegn Rúmeníu og svo Ungverjalandi á dögunum. Staðan í Þjóðadeildinni mun einnig hafa áhrif á umspil fyrir HM í Katar, en þó önnur og mun minni. Aðeins tvö lið komast nefnilega í HM-umspilið í gegnum Þjóðadeildina, og þau verða valin með öðrum hætti en áður. Að þessu sinni telur meira að hafa unnið riðil í D-deild en að hafa lent í 2. sæti í riðli í A-deild. Þess vegna eru Færeyjar og Gíbraltar hærra á forgangslistanum inn í umspilið fyrir HM, en Ísland. Tvö lið úr Þjóðadeildinni með í tólf liða HM-umspilinu Það er þó ólíklegt að frændur vorir Færeyingar komist í umspilið. Liðin sem unnu riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar, B-deild og C-deild, eru ofar á listanum. En ef þau enda öll í efsta eða næstefsta sæti síns riðils í undankeppni HM, þá geta Færeyingar farið í umspilið. Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar Í undankeppni HM verður leikið í tíu riðlum, efstu liðin komast beint á HM og liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil, með liðunum tveimur sem komast þangað sem sigurvegarar riðils í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi í síðasta leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Ísland leikur í B-deild árið 2022.Getty/Carl Recine Knattspyrnusamband Evrópu kom Þjóðadeildinni á laggirnar haustið 2018 og vegna frábærs árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta árin þar á undan þá var Ísland sett í A-deild, sem ein af tólf bestu þjóðum Evrópu. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á fyrstu leiktíð keppninnar og hefði fallið ef UEFA hefði ekki ákveðið að fjölga liðum í A-deild, úr 12 í 16. Eftir að hafa aftur tapað öllum leikjum sínum á annarri leiktíð Þjóðadeildarinnar, nú í haust, er Ísland hins vegar fallið niður í B-deild. Næsta leiktíð í Þjóðadeildinni verður árið 2022. Áætlað er að fjórir leikir verði í júní og tveir í september. HM hefst svo í Katar 21. nóvember sama ár. Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31 Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30 Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
Eins dýrmæt og staða Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar reyndist liðinu í baráttunni um að komast á EM þá hjálpar Þjóðadeildin liðinu ekkert í baráttunni um að komast á HM. Lokastaða í Þjóðadeildinni réði því hvaða lið fóru í umspil um fjögur síðustu sætin á EM, umspilið sem Ísland lék í gegn Rúmeníu og svo Ungverjalandi á dögunum. Staðan í Þjóðadeildinni mun einnig hafa áhrif á umspil fyrir HM í Katar, en þó önnur og mun minni. Aðeins tvö lið komast nefnilega í HM-umspilið í gegnum Þjóðadeildina, og þau verða valin með öðrum hætti en áður. Að þessu sinni telur meira að hafa unnið riðil í D-deild en að hafa lent í 2. sæti í riðli í A-deild. Þess vegna eru Færeyjar og Gíbraltar hærra á forgangslistanum inn í umspilið fyrir HM, en Ísland. Tvö lið úr Þjóðadeildinni með í tólf liða HM-umspilinu Það er þó ólíklegt að frændur vorir Færeyingar komist í umspilið. Liðin sem unnu riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar, B-deild og C-deild, eru ofar á listanum. En ef þau enda öll í efsta eða næstefsta sæti síns riðils í undankeppni HM, þá geta Færeyingar farið í umspilið. Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar Í undankeppni HM verður leikið í tíu riðlum, efstu liðin komast beint á HM og liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil, með liðunum tveimur sem komast þangað sem sigurvegarar riðils í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi í síðasta leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Ísland leikur í B-deild árið 2022.Getty/Carl Recine Knattspyrnusamband Evrópu kom Þjóðadeildinni á laggirnar haustið 2018 og vegna frábærs árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta árin þar á undan þá var Ísland sett í A-deild, sem ein af tólf bestu þjóðum Evrópu. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á fyrstu leiktíð keppninnar og hefði fallið ef UEFA hefði ekki ákveðið að fjölga liðum í A-deild, úr 12 í 16. Eftir að hafa aftur tapað öllum leikjum sínum á annarri leiktíð Þjóðadeildarinnar, nú í haust, er Ísland hins vegar fallið niður í B-deild. Næsta leiktíð í Þjóðadeildinni verður árið 2022. Áætlað er að fjórir leikir verði í júní og tveir í september. HM hefst svo í Katar 21. nóvember sama ár.
Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar
Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31 Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30 Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Sjá meira
Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31
Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30
Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30
Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30