Ertu ekki örugglega búinn að endurfjármagna húsnæðislánið þitt? Vilhjálmur Birgisson skrifar 20. nóvember 2020 11:30 Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum. Þar horfðum við meðal annars á að ná að skapa skilyrði til þess að ná niður því okurvaxtaumhverfi sem íslenskir neytendur og heimili hafa þurft að búa við áratugum saman. Það má klárlega segja að þetta markmið okkar hafi gengið eftir að miklu leyti og nægir að nefna í þessu samhengi að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað frá undirritun Lífskjarasamningsins sem var í apríl 2019 úr 4,5% í 0,75%. Vissulega má gagnrýna fjármálakerfið sem hefur því miður ekki skilað þessari miklu lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að fullu til neytenda, en samt hafa húsnæðisvextir lækkað umtalsvert frá undirritun Lífskjarasamningsins. Það liggur fyrir að fjöldi heimila hefur nýtt sér þessa vaxtalækkun og endurfjármagnað húsnæðislán sín, en því miður hef ég heyrt af fólki sem hefur ekki enn nýtt sér tækifærið til að endurfjármagna lánin á lægri vaxtakjörum. Milljónir í húfi fyrir skuldsett heimili Fyrir nokkrum dögum hafði einstaklingur samband við mig sem tjáði mér að hann væri með 24 milljóna verðtryggt húsnæðislán sem bæri fasta verðtryggða vexti upp á 4,15%. Ég hvatti umræddan einstakling til að fara eins og skot og óska eftir endurfjármögnun á sínu húsnæðisláni, enda um gríðarlega hagsmuni um að ræða. Til að sýna fram á hversu mikinn fjárhagslegan ávinning er um að ræða hjá þessum einstaklingi þá ætla ég að sýna útreikning á því hverju hans heimili hefur orðið af frá því Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl 2019 vegna þess að hann hefur ekki farið í endurfjármögnun. Af þessu 24 milljóna verðtryggða húsnæðisláni sem ber 4,15% fasta vexti er hann að greiða 83 þúsund í vaxtakostnað á mánuði eða 996 þúsund á ári. Frá því Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur neysluvísitalan hækkað um 4,73% sem þýðir að af 24 milljóna húsnæðisláni hefur höfuðstóllinn hækkað um tæpar 1,2 milljónir. Ef umræddur húsnæðiseigandi hefði hinsvegar endurfjármagnað sig strax í apríl 2019 þá hefði hann getað tekið óverðtryggða húsnæðisvexti á 3,5% sem þýðir að vaxtagjöld á mánuði hefðu verið 70 þúsund sem gerir 840 þúsund á ársgrundvelli. Þetta þýðir að ef hann hefði endurfjármagnað sig úr verðtryggðu láni á 4,15% vöxtum yfir í óverðtryggða vexti upp á 3,5% þá hefði hann sparað sér 13 þúsund krónur í hverjum mánuði og ekki bara það heldur hefði húsnæðislánið hans ekki hækkað um 1,2 milljónir vegna verðtryggingarinnar! Það má því segja að þessi einstaklingur hafi orðið af því að geta aukið ráðstöfunartekjur sínar um 156 þúsund á ársgrundvelli og sloppið við að horfa upp á hækkun á höfuðstól lánsins um 1,2 milljónir á 18 mánuðum! Ég vil því enn og aftur brýna fyrir öllum sem ekki hafa enn endurfjármagnað sig að gera það strax, enda geta heimilin aukið ráðstöfunartekjur sínar um tugi þúsunda á mánuði og losnað úr viðjum þeirra glæpalána sem verðtryggðu lánin eru. Það var þetta sem við lögðum gríðarlega áherslu á við gerð Lífskjarasamningsins, að ná að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða hækkun launa. Að þessu sögðu ítreka ég mikilvægi þess að þeir sem ekki hafa endurfjármagnað sig drífi sig í að ræða við sinn lánveitanda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum. Þar horfðum við meðal annars á að ná að skapa skilyrði til þess að ná niður því okurvaxtaumhverfi sem íslenskir neytendur og heimili hafa þurft að búa við áratugum saman. Það má klárlega segja að þetta markmið okkar hafi gengið eftir að miklu leyti og nægir að nefna í þessu samhengi að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað frá undirritun Lífskjarasamningsins sem var í apríl 2019 úr 4,5% í 0,75%. Vissulega má gagnrýna fjármálakerfið sem hefur því miður ekki skilað þessari miklu lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að fullu til neytenda, en samt hafa húsnæðisvextir lækkað umtalsvert frá undirritun Lífskjarasamningsins. Það liggur fyrir að fjöldi heimila hefur nýtt sér þessa vaxtalækkun og endurfjármagnað húsnæðislán sín, en því miður hef ég heyrt af fólki sem hefur ekki enn nýtt sér tækifærið til að endurfjármagna lánin á lægri vaxtakjörum. Milljónir í húfi fyrir skuldsett heimili Fyrir nokkrum dögum hafði einstaklingur samband við mig sem tjáði mér að hann væri með 24 milljóna verðtryggt húsnæðislán sem bæri fasta verðtryggða vexti upp á 4,15%. Ég hvatti umræddan einstakling til að fara eins og skot og óska eftir endurfjármögnun á sínu húsnæðisláni, enda um gríðarlega hagsmuni um að ræða. Til að sýna fram á hversu mikinn fjárhagslegan ávinning er um að ræða hjá þessum einstaklingi þá ætla ég að sýna útreikning á því hverju hans heimili hefur orðið af frá því Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl 2019 vegna þess að hann hefur ekki farið í endurfjármögnun. Af þessu 24 milljóna verðtryggða húsnæðisláni sem ber 4,15% fasta vexti er hann að greiða 83 þúsund í vaxtakostnað á mánuði eða 996 þúsund á ári. Frá því Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur neysluvísitalan hækkað um 4,73% sem þýðir að af 24 milljóna húsnæðisláni hefur höfuðstóllinn hækkað um tæpar 1,2 milljónir. Ef umræddur húsnæðiseigandi hefði hinsvegar endurfjármagnað sig strax í apríl 2019 þá hefði hann getað tekið óverðtryggða húsnæðisvexti á 3,5% sem þýðir að vaxtagjöld á mánuði hefðu verið 70 þúsund sem gerir 840 þúsund á ársgrundvelli. Þetta þýðir að ef hann hefði endurfjármagnað sig úr verðtryggðu láni á 4,15% vöxtum yfir í óverðtryggða vexti upp á 3,5% þá hefði hann sparað sér 13 þúsund krónur í hverjum mánuði og ekki bara það heldur hefði húsnæðislánið hans ekki hækkað um 1,2 milljónir vegna verðtryggingarinnar! Það má því segja að þessi einstaklingur hafi orðið af því að geta aukið ráðstöfunartekjur sínar um 156 þúsund á ársgrundvelli og sloppið við að horfa upp á hækkun á höfuðstól lánsins um 1,2 milljónir á 18 mánuðum! Ég vil því enn og aftur brýna fyrir öllum sem ekki hafa enn endurfjármagnað sig að gera það strax, enda geta heimilin aukið ráðstöfunartekjur sínar um tugi þúsunda á mánuði og losnað úr viðjum þeirra glæpalána sem verðtryggðu lánin eru. Það var þetta sem við lögðum gríðarlega áherslu á við gerð Lífskjarasamningsins, að ná að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða hækkun launa. Að þessu sögðu ítreka ég mikilvægi þess að þeir sem ekki hafa endurfjármagnað sig drífi sig í að ræða við sinn lánveitanda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun