Enn deilt um fjárlög og aðgerðapakka Evrópusambandsins Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 11:35 Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands. Vísir/EPA Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við sátt á endanum. Ríkin tvö hafa neitað að styðja áætlunina vegna nýrra reglna sambandsins um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum verði skilyrtur við að ríki virði undirstöður réttarríkisins. Þau eru bæði til rannsóknar sambandsins fyrir að hafa grafið undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Tugir milljarða evra eru undir fyrir ríkin tvö. Afstaða þeirra nú mun líklega tefja aðgerðir til þess að rétta við efnahag aðildarríkjanna í kreppunni sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orban sagði í dag að viðræður héldu áfram og á endanum verði komist að niðurstöðu. Nokkrir kostir til þess að leysa úr stöðunni sem þóknist Ungverjalandi og Póllandi séu í boði. Skýrði hann ekki frekar hvað gæti falist í þeim kostum. Minni sáttatónn var í fulltrúa pólsku ríkisstjórnarinnar í dag. Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands, sagði landið hafa fullan rétt á því að neita að fallast á það sem það teldi rangt. „Við höfum rétt á að sækjast eftir og krefjast nýrrar málamiðlunar,“ sagði hann við pólska ríkisútvarpið TVP info. Evrópusambandið Pólland Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við sátt á endanum. Ríkin tvö hafa neitað að styðja áætlunina vegna nýrra reglna sambandsins um að aðgangur að sameiginlegum sjóðum verði skilyrtur við að ríki virði undirstöður réttarríkisins. Þau eru bæði til rannsóknar sambandsins fyrir að hafa grafið undan sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka. Tugir milljarða evra eru undir fyrir ríkin tvö. Afstaða þeirra nú mun líklega tefja aðgerðir til þess að rétta við efnahag aðildarríkjanna í kreppunni sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orban sagði í dag að viðræður héldu áfram og á endanum verði komist að niðurstöðu. Nokkrir kostir til þess að leysa úr stöðunni sem þóknist Ungverjalandi og Póllandi séu í boði. Skýrði hann ekki frekar hvað gæti falist í þeim kostum. Minni sáttatónn var í fulltrúa pólsku ríkisstjórnarinnar í dag. Krzysztof Szczerski, starfsmannastjóri forseta Póllands, sagði landið hafa fullan rétt á því að neita að fallast á það sem það teldi rangt. „Við höfum rétt á að sækjast eftir og krefjast nýrrar málamiðlunar,“ sagði hann við pólska ríkisútvarpið TVP info.
Evrópusambandið Pólland Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39