Látum raddir barna heyrast! Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már skrifa 20. nóvember 2020 13:00 Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum. Á þessum degi er þess vegna tilvalið að vekja athygli á mikilvægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sáttmálans, sérstaklega þegar stórar breytingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk. Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim. Annað sem við Íslendingar getum gert til að hjálpa til við að uppfylla réttindi barna allstaðar í heiminum er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vinna að sjálfbærri framtíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi til frambúðar. Með því að minka kolefnissporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferðumst vinnum við að heimsmarkmiði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífsástand barna í öðrum löndum í heiminum þar sem náttúruhamfarir eru að versna vegna hamfarahlýnunar. Svona má tengja öll 17 heimsmarkmiðin við réttindi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geðheilsu barna. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á börn og unglinga. Til dæmis hafa fjöldatakmarkanir komið í veg fyrir að börn geti hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tómstundum. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upplýsa börn, á jákvæðan og hvetjandi hátt, um hvað þau geti gert til að viðhalda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglulega eða njóta útivistar. Einnig er mikilvægt að vera ekki dómharður við börn og leifa þeim að læra af eigin mistökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heilbrigðari einstaklingar þannig. Við viljum óska öllum börnum til hamingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér réttindi sín og láta skoðanir ykkar heyrast. Nýtum okkur þau réttindi sem við höfum til að tjá okkur um mikilvæg málefni sem varða okkur nú og munu varða okkur í farmtíðinni, það er ekki sjálfgefið. Lesa má barnasáttmálann í heild sinni inni á vefsíðu Umboðsmanns barna (barn.is). Fyrir hönd Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már. Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Ný íslensk heimasíða um Barnasáttmálann opnaði í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Finnur Ricart Andrason Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum. Á þessum degi er þess vegna tilvalið að vekja athygli á mikilvægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sáttmálans, sérstaklega þegar stórar breytingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk. Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim. Annað sem við Íslendingar getum gert til að hjálpa til við að uppfylla réttindi barna allstaðar í heiminum er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vinna að sjálfbærri framtíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi til frambúðar. Með því að minka kolefnissporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferðumst vinnum við að heimsmarkmiði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífsástand barna í öðrum löndum í heiminum þar sem náttúruhamfarir eru að versna vegna hamfarahlýnunar. Svona má tengja öll 17 heimsmarkmiðin við réttindi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geðheilsu barna. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á börn og unglinga. Til dæmis hafa fjöldatakmarkanir komið í veg fyrir að börn geti hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tómstundum. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upplýsa börn, á jákvæðan og hvetjandi hátt, um hvað þau geti gert til að viðhalda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglulega eða njóta útivistar. Einnig er mikilvægt að vera ekki dómharður við börn og leifa þeim að læra af eigin mistökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heilbrigðari einstaklingar þannig. Við viljum óska öllum börnum til hamingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér réttindi sín og láta skoðanir ykkar heyrast. Nýtum okkur þau réttindi sem við höfum til að tjá okkur um mikilvæg málefni sem varða okkur nú og munu varða okkur í farmtíðinni, það er ekki sjálfgefið. Lesa má barnasáttmálann í heild sinni inni á vefsíðu Umboðsmanns barna (barn.is). Fyrir hönd Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már. Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Ný íslensk heimasíða um Barnasáttmálann opnaði í dag.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar